Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 105
104
lúthersks helgihalds og verið hafði á miðöldum.81 Guðsþjónusturýmið,
nánasta umhverfi helgihaldsins, tók því litlum breytingum ekki síst þar
sem hér virðist ekki hafa gengið yfir langvarandi og róttækt myndbrots-
skeið er náð hafi til landsins alls þótt vissulega hafi ýmsir kirkjugripir sem
alþýða hafði mikla trú á verið fjarlægðir og þeim jafnvel verið eytt. Líklega
hefur nokkurt breytingarskeið gengið yfir í þessu efni við endurbyggingu
kirkna á 17. og 18. öld. Hér á landi hélst grunnmunstur miðaldakirkna sem
einkenndist af aðgreiningu kórs og framkirkju allt fram á 20. öld eins og
enn má sjá í ýmsum elstu kirkjum landsins.82 Þessi aðgreining átti sér þó
ekki stoð í lútherskri guðfræði á sama hátt og rómversk-kaþólskri sem enn
gerir mikinn greinarmun á vígðum mönnum og óvígðum (leikmönnum).
Allt sem hér hefur verið nefnt stuðlaði að samfellu á siðaskiptatímanum
og vann gegn rofi. Hér er þó ónefnt það atriði sem hvað sterkast hefur
tengt saman hina nýju og gömlu kirkju í landinu á 16. öld. Er þar átt við
prestastéttina. Á þessu umbreytingaskeiði hefur hlutverk presta verið tví-
bent. Prestastéttin gegnir almennt hlutverki hefðavarða. Það er hennar að
framkvæma helgihaldið og veita trúarlega forystu að öðru leyti samkvæmt
viðteknum hefðum og venjum. Á tímum í líkingu við siðaskiptaskeiðið má
líta svo á að prestarnir hafi öðlast nýtt hlutverk og orðið helstu umboðs-
menn breytingaaflanna, hver á sínum stað. Á 16. öld hafa íslenskir prestar
glímt við þessa hlutverkabreytingu hver með sínu móti.
Samfellan eða rofið í íslensku kristnihaldi á siðaskiptaskeiðinu sjálfu
hefur að verulegu leyti ráðist af hvernig einstakir prestar skilgreindu hlut-
verk sitt í þessu efni, hvort þeir héldu fast við hefðina eða gengu breyting-
unum á hönd og hvernig söfnuðirnir brugðust við þeim. vissulega lýsti
Jón Egilsson í Biskupa annálum sínum nokkurri upplausn í þessu efni er
hann ritaði:
[...] og svo kom, að sumir prestarnir sögðu af sér embætti, og voru
prestlausir eitt eður tvö, eður þrjú ár. Sumir leikmenn vildu ekki
taka þjónustu af þeim, sem þá nýju siði hefði, og svo gekk þetta um
hans daga [þ.e. Gissurar Einarssonar – innskt. HH], og líka um daga
herra Marteins, og fyrst framan af tíð herra Gísla [ Jónssonar 1558–
81 Hér er að finna skýringuna á samningum ríkisvaldsins og þjóðkirkjunnar um
greiðslur ríkisins til kirkjunnar vegna yfirtöku kirkjueigna á 20. öld og ástæðu þess
að einvörðungu þjóðkirkjan á rétt á þeim en ekki önnur trúfélög. Hjalti Hugason,
„Þjóðkirkja og trúfrelsi“, bls. 158–159.
82 Hjalti Hugason, „Kristnir trúarhættir“, bls. 135–136, 103, 107, 137–138, 117–
122.
HJALTi HUGASON