Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 154
153
Þessi nálægð veldur því að kvenáhorfandinn er „iðulega talinn sveiflast milli
kvenlegrar og karllegrar stöðu“ í áhorfinu, með þeim afleiðingum að hann á
tvo kosti: „sjálfskvalalosta of-samsömunarinnar eða sjálfsaðdáunina sem felst í
því að verða viðfang eigin þrár.“4
Þótt Williams sæki ríkulega í þessa greiningu Doane í umfjöllun sinni
um melódramað sem líkamsgrein og hún flokki greinarnar þrjár í fyrstu út
frá kyni markhópa þeirra, er það aðeins til að grafa því næst undan kerfum
þar sem gert er ráð fyrir fyrirframgefnum, kynbundnum upplifunum af kvik-
myndaáhorfi. Sú afstaða mótast ekki síst af skrifum Carol J. Clover, sem hafði
örfáum árum áður sent frá sér greinina „Líkami hennar, hann sjálfur: Kyn
í slægingarmyndum“.5 Í umfjöllun sinni um þá undirgrein hryllingsmynd-
anna sem síst nýtur virðingar í samfélaginu – slægjuna eða kviðristumyndina
– greinir Clover það hvernig samsömun ungra karláhorfenda færist smám
saman frá óvirku kvenfórnarlambi til „síðustu stúlkunnar“ sem er bæði virk og
gædd eiginleikum beggja kynja.
vægið sem Williams gefur órum (e. fantasy) í lokakafla greinarinnar sem
hér fer á eftir samræmist vel þeirri hugmynd að kasta þurfi fyrir róða nið-
urnjörvuðum flokkum kynbundinnar samsömunar og ánægju. Staða hugver-
unnar innan óranna er einmitt breytileg, líkt og Freud fjallar um í þeirri rit-
gerð hans sem helst varpar ljósi á virkni og formgerð óra, „Barn er slegið“ (þ.
„Ein Kind wird geschlagen“). Í þessari umfjöllun um flengingaróra barna, sem
Freud telur afar algenga, bendir hann á að erfitt sé að greina hvort barnið sem
hlýtur ánægju af órunum setji sig í spor þess sem verið er að flengja eða standi
utan við athöfnina líkt og það fylgist með álengdar. Hann bætir því við að kyn
barnsins gefi litla vísbendingu um það, samsömun geti allt eins átt sér stað
með barni af andstæðu kyni.6 Eftir því sem leið á sálgreiningarmeðferð þeirra
skjólstæðinga hans sem ræddu opinskátt um flengingaróra úr barnæsku kom
vík: Forlagið, 2003, bls. 342–456, hér bls. 348. Í umfjöllun sinni um „nálægð kon-
unnar“ við sjálfa sig og ímyndina styðst Mary Ann Doane við verk eftir Sigmund
Freud, Luce irigaray og Hélène Cixous.
4 Sama rit, bls. 249 og 355.
5 Síðar varð greinin að hluta til uppistaða fyrsta kafla bókar Carol J. Clover um sama
efni, Men, Women and Chain Saws: Gender in the Modern Horror Film (New Jersey:
Princeton University Press, 1992). Kaflinn kom út í íslenskri þýðingu úlfhildar
Dagsdóttur, „Karlar, konur og keðjusagir: Kyngervi í nútímahryllingsmyndum“, í
Áföngum í kvikmyndafræðum.
6 Sigmund Freud, „‚A Child is Being Beaten‘: A Contribution to the Study of the
Origin of Sexual Perversions“, The Standard Edition of The Complete Psychological
Works of Sigmund Freud, 17, London: Hogarth Press, 1955, bls. 177–204, hér bls.
181. Ritgerðin kom fyrst út á þýsku árið 1919.
L Í K A M A R K v i K M Y N D A N N A : K Y N , G R E i N O G O F G N Ó T T