Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 57
56
Hún er nokkurs konar yfirlit um undirgeira dýra- og klámfræða sem hefur
lítið verið skoðaður og fáir þekkja til. Sérstök áhersla er lögð á dýrasið-
fræðina og samhliða því er velt fram ólíkum hliðum á þessu flókna og
erfiða máli í von um að varpa nokkru ljósi á efnið og opna fyrir frekari
umræðu.
I. Hneigðin
Kynlíf með dýrum er tabú í okkar samfélagi og sjaldan er talað um það
á opinskáan máta. Slík hegðun þykir heldur efni í grín og glens, eins og
sjá má í fjölda kvikmynda þar sem kynlíf með annarri dýrategund er upp-
spretta brandara og subbugríns.1 Kynlíf manna og dýra hefur einna helst
hlotið alvarlega athygli innan kynfræðinnar, þar sem rannsóknir á dýra-
hneigð hafa aukist á síðustu árum og áratugum. Efnið vakti fyrst verulega
athygli með útgáfu Kinsey-skýrslunnar um miðja tuttugustu öld, en þar var
því haldið fram að 8 prósent karla og 3,5 prósent kvenna í Bandaríkjunum
hefðu stundað kynlíf með dýrum (til sveita hækkaði hlutfall karla í nærri
50 prósent).2 Á síðari árum hefur kynlífsfræðingurinn Hani Miletski komið
fram sem helsti sérfræðingur dýrakynfræða, en bók hennar Understanding
Bestiality and Zoophilia (2002) tók á efninu af mikilli nákvæmni og er talið
brautryðjandaverk á sínu sviði. Miletski skiptir hópi dýrhneigðra í tvennt út
frá hugtökunum „dýrahneigð “ (e. zoophilia) og „dýrakynlíf“ (e. bestiality). Í
almennri orðræðu eru bæði hugtök notuð yfir það að leggjast með dýri, en
Miletski skilgreinir „dýrakynlíf“ sem athöfnina sjálfa, eina og sér, og notar
orðið því í tengslum við fólk sem lítur á dýrakynlíf sem hluta af sínu almenna
kynlífsmynstri, en „dýrahneigðina“ takmarkar hún við fólk sem tekur kynlíf
með öðrum dýrum fram yfir kynlíf með sinni eigin tegund.3
1 Every Thing You Always Wanted To Know About Sex* But Were Afraid To Ask
(1972) og Animalada (2001) fjalla til að mynda báðar á gamansaman hátt um pers-
ónur sem eiga í rómantísku sambandi við kind, Clerks ii (2006) gerir subbugrín
að kynlífi með asna, American Pie myndaflokkurinn inniheldur margar tilvísanir í
dýrakynlíf, og svo mætti lengi áfram telja. Kynlíf milli tegunda kemur þó líka óbeint
fram í kvikmyndum á borð við Monkey Shines (1988), þar sem maður og api eiga í
huglægu ástarsambandi, og í listrænum tilraunamyndum á borð við hina alræmdu
vase de Noces (1975), betur þekkt undir titlinum The Pig Fucking Movie, þar sem
ástarsamband manns og gyltu (þau eignast m.a. afkvæmi saman) er sett fram sem
bæði kynferðislegt og tilfinningaríkt.
2 Midas Dekkers, Dearest Pet: On Bestiality, þýðandi Paul vincent, London: verso,
1994, bls. 133.
3 vern L. Bullough, „A Contemporary Look at Sex Between Humans and Animals“,
DrMiletski.com, sótt 10. mars 2016 af http://www.drmiletski.com/review.html.
GunnAR ThEodóR EGGERTSSon