Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 124
123
und um einangrað og sjálfu sér samkvæmt sjónarhorn, heldur safn margra
radda sem bæta hver aðra upp, eru í kappi hver við aðra eða jafnvel ósam-
hljóða en eru settar skorður af menningunni.35 Menn hafa þá líka getið sér
þess til að ýmsar geðraskanir á hinu svokallaða skitsófreníurófi fælust í því
að þessar samræður dyttu niður. Niðurstaðan yrði þá að sá sem geðklofinn
markaði yrði annaðhvort altekinn af undarlegri sjálfsskynjun sem yfirtæki
allt annað eða stæði í tvísýnu ástandi á barmi ósamhljóms sem hann upp-
lifði sem rof eða sundrun sjálfsins.36
Aðferðirnar í Hinum hálu þrepum eru aftur á móti staðfesting þess að
höfundurinn hefur bæði vald á innri samræðum og samræðum við aðra.
Og hér verður gengið út frá að sögumaðurinn í bókinni. hvort sem hann
segir „ég“ eða „hann“ þegar hann ræðir um sjálfan sig, sé einn en birtist
líka í „gervi“ ljóðmælanda og litameistara.37
IV
Frá atburðum í Hinum hálu þrepum er oftast sagt í tímaröð en henni er þó
gefið á hann, t.d. með ljóðunum og myndunum af málverkum sem lesendur
fá engar upplýsingar um hvenær eru ort eða máluð. Þeir fá heldur ekki að
vita hvort málverkin heita eitthvað. Fyrir vikið verða túlkunarkostir fleiri
en ella; merking er margfölduð eða víkkuð og ekki dregur úr hvernig rými
bókarinnar er nýtt. Niðurskipan eininga, samleikur ólíkra tjáningarforma
– og/eða samtal ólíkra radda sem af honum rís – eru oft áhrifamikil. Til
marks um það má hafa upphafið á „Legg þú á djúpið“ og (hugsanleg) áhrif
þess á lestur þeirra sem í bókina rýna. Á vinstri síðu er ljóðið „Koss leð-
urblökunnar“ en á hinni hægri hefst hin „eiginlega“ frásögn af ævi Bjarna
sem fjallar um uppvaxtarár hans, ber yfirskriftina „Selfoss“ og spannar –
ásamt ljóðum og myndum af málverkum – nítján blaðsíður. Hvorttveggja,
andóf gegn einstaklings- og skynsemishyggju sjá Hubert J. Hermans o.fl., „The
Dialogical Self: Beyond individualism and Rationalism“, American Psycholog-
ist 1/1992, bls. 29. Um megineinkenni samræðusjálfsins, sjá Paul H Lysaker og
John T. Lysaker, „Psychosis and the disintegration of dialogical self-structure“,
bls. 23.
35 Sjá t.d. Paul H Lysaker og John T. Lysaker, „Psychosis and the disintegration of
dialogical self-structure“, bls. 25 og Hubert J. Hermans o.fl., „The Dialogical Self:
Beyond individualism and Rationalism“, bls. 29.
36 Sjá t.d. Paul H Lysaker og John T. Lysaker, „Psychosis and the disintegration of
dialogical self-structure“, bls. 25.
37 Ég gríp til orðsins litameistari til að skapa einhvers konar hliðstæðu við ljóðmælanda
og sögumann þegar ég ræði um myndir af málverkum.
„ÓMSTRÍðUR TAKTUR KviKRA STRENGJA“