Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 198
197
„REC“, að tákna þann tíma sem tilheyrir yfirstandandi upptöku mynd-
efnisins, sem á sér stað samtímis árásinni. Ein tímalína tilheyrir því sem
gerist eftir morðið, og því er hún heimild um síðustu mínútur konu sem
er þegar dáin; hin sýnir mínúturnar á undan, meðan hvaða endalok sem er
eru enn möguleg. Blár skjár er, rétt eins og myndtruflanirnar (sem einn-
ig bregður reglulega fyrir), myndband sem ekki hefur verið tekið upp á;
annar hluti Innbrots samanstendur af órofinni línulegri árás sem birtist
í kvikmyndinni í mjög sundurlausum og brotakenndum röðum mynd-
skeiða, oft mjög stuttum, en á milli þeirra er skotið auðri filmu. Þetta er
augljós athugasemd en það er vert að taka það skýrt fram: Hið óupptekna –
ástand algjörra möguleika myndbandsupptökutækninnar – er afmáð þegar
samfella er sköpuð með klippingu og það sama á við um hið klassíska
kvikmyndaform sem yfirgnæfandi meirihluti klámmynda, rétt eins og allra
stórmynda, fylgir út í hörgul.21
Áminningin um að myndefnið sé kvikmyndað, að það sé rammað inn
– að tími hins óupptekna stöðvi samfellda framrás hinna kvikmynduðu
athafna – hefur yfirleitt verið á yfirráðasvæði framúrstefnunnar. Það er slá-
andi að hið óupptekna skuli birtast ítrekað í grein þar sem skiptir máli að
það sem á sér stað fyrir framan myndavélina sé raunverulegt (og í klámi er
það meira en mikilvægt; það er forsenda þess og grundvöllur). Þessar bláu
skjámyndir afbaka slétta og fellda upptöku og endurspilun árásarinnar; það
sem þær og myndtruflanirnar skapa er rými þar sem miðlun árásarinnar
hlýtur að misheppnast. Þrátt fyrir nærmyndir af ríðingum, þar sem ekkert
inngróið hár eða marblettur eða blaut, mjúk felling er látin ókönnuð, er
þetta klámmynd sem er líka full af misbrestum, af gloppum og af hlutum
sem láta ekki sjást í sig. Sú staðreynd að blái skjárinn og myndtruflanirnar
minna á vandamál sem fylgja óáteknu myndbandi þegar horft er á það síðar
gefur jafnframt til kynna að myndefnið sé torrætt á fleiri en einn máta,
því við vitum auðvitað ekki hver er að horfa á myndina, hver er að horfa á
spólu fulla af brotum af óáteknu myndbandi. Áhorfendur gætu verið lag-
anna verðir. Eða það gæti verið Ramirez. Grófa myndefnið gæti leitt til
21 [Hugtakið sem hér er þýtt sem „möguleikar“ heitir á ensku potentiality og er upp-
haflega ættað frá Aristótelesi, en það hefur einnig verið þýtt sem „megund“ á
íslensku. Það er mikilvægt hugtak í heimspeki Giorgios Agamben, sem Brinkema
vitnar nokkuð til í greininni, en vegna þess að það er ekki grundvallarhugtak í grein
hennar hefur hér einfaldlega verið valin sú þýðing sem er þjálli og fellur eðlilegar
inn í textann. Nánari umfjöllun um hugtak Agamben má finna í grein Guðrúnar
Elsu Bragadóttur, „„Að kjósa að sleppa því“. Olíuleit, aðgerðaleysi og hinsegin
möguleikar“ sem birtist í 1. hefti Ritsins 2016.]
GRÓFiR DRÆTTiR