Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 198

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 198
197 „REC“, að tákna þann tíma sem tilheyrir yfirstandandi upptöku mynd- efnisins, sem á sér stað samtímis árásinni. Ein tímalína tilheyrir því sem gerist eftir morðið, og því er hún heimild um síðustu mínútur konu sem er þegar dáin; hin sýnir mínúturnar á undan, meðan hvaða endalok sem er eru enn möguleg. Blár skjár er, rétt eins og myndtruflanirnar (sem einn- ig bregður reglulega fyrir), myndband sem ekki hefur verið tekið upp á; annar hluti Innbrots samanstendur af órofinni línulegri árás sem birtist í kvikmyndinni í mjög sundurlausum og brotakenndum röðum mynd- skeiða, oft mjög stuttum, en á milli þeirra er skotið auðri filmu. Þetta er augljós athugasemd en það er vert að taka það skýrt fram: Hið óupptekna – ástand algjörra möguleika myndbandsupptökutækninnar – er afmáð þegar samfella er sköpuð með klippingu og það sama á við um hið klassíska kvikmyndaform sem yfirgnæfandi meirihluti klámmynda, rétt eins og allra stórmynda, fylgir út í hörgul.21 Áminningin um að myndefnið sé kvikmyndað, að það sé rammað inn – að tími hins óupptekna stöðvi samfellda framrás hinna kvikmynduðu athafna – hefur yfirleitt verið á yfirráðasvæði framúrstefnunnar. Það er slá- andi að hið óupptekna skuli birtast ítrekað í grein þar sem skiptir máli að það sem á sér stað fyrir framan myndavélina sé raunverulegt (og í klámi er það meira en mikilvægt; það er forsenda þess og grundvöllur). Þessar bláu skjámyndir afbaka slétta og fellda upptöku og endurspilun árásarinnar; það sem þær og myndtruflanirnar skapa er rými þar sem miðlun árásarinnar hlýtur að misheppnast. Þrátt fyrir nærmyndir af ríðingum, þar sem ekkert inngróið hár eða marblettur eða blaut, mjúk felling er látin ókönnuð, er þetta klámmynd sem er líka full af misbrestum, af gloppum og af hlutum sem láta ekki sjást í sig. Sú staðreynd að blái skjárinn og myndtruflanirnar minna á vandamál sem fylgja óáteknu myndbandi þegar horft er á það síðar gefur jafnframt til kynna að myndefnið sé torrætt á fleiri en einn máta, því við vitum auðvitað ekki hver er að horfa á myndina, hver er að horfa á spólu fulla af brotum af óáteknu myndbandi. Áhorfendur gætu verið lag- anna verðir. Eða það gæti verið Ramirez. Grófa myndefnið gæti leitt til 21 [Hugtakið sem hér er þýtt sem „möguleikar“ heitir á ensku potentiality og er upp- haflega ættað frá Aristótelesi, en það hefur einnig verið þýtt sem „megund“ á íslensku. Það er mikilvægt hugtak í heimspeki Giorgios Agamben, sem Brinkema vitnar nokkuð til í greininni, en vegna þess að það er ekki grundvallarhugtak í grein hennar hefur hér einfaldlega verið valin sú þýðing sem er þjálli og fellur eðlilegar inn í textann. Nánari umfjöllun um hugtak Agamben má finna í grein Guðrúnar Elsu Bragadóttur, „„Að kjósa að sleppa því“. Olíuleit, aðgerðaleysi og hinsegin möguleikar“ sem birtist í 1. hefti Ritsins 2016.] GRÓFiR DRÆTTiR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.