Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 170
169
L Í K A M A R K v i K M Y N D A N N A : K Y N , G R E i N O G O F G N Ó T T
Til dæmis samsamar konan sem horfir á móðurmelódrömu á borð við
Blíðuhót og Stálmagnólíur (Steel Magnolias) sig ekki einfaldlega með kven-
hetjunum sem þjást og deyja í þeim. Hún gæti allt eins samsamað sig með
sterku ættmæðrunum, mæðrunum sem lifa dætur sínar og taka stjórnina
við dauða þeirra, og upplifað gleði og sigur þess sem lifir. Meginatriðið er
einfaldlega það að samsömun er hvorki niðurnegld né algjörlega óvirk.
Þótt það séu vissulega karllegir og kvenlegir, virkir og óvirkir pólar til
vinstri og hægri á töflunni sem við gætum sett upp fyrir þessar þrjár grein-
ar (sjá að neðan), eru hlutverkin sem standa til boða og virðast byggð inn
í hverja grein ekki eins fasttengd kyni og oft hefur verið talið. Þetta á sér-
staklega við í dag þegar harðkjarnaklám hefur smám saman farið að höfða
til kvenáhorfenda. Niðurbrot stífrar tvískiptingar í karllegt og kvenlegt,
virkt og óvirkt, má ef til vill helst sjá innan þessarar kvikmyndagreinar
núorðið í tilkomu annars konar mynda, sem hafa breytilegan markhóp.
Þótt harðkjarnaklám fyrir gagnkynhneigða hafi eitt sinn eingöngu beinst
að karlmönnum er það nú farið að beinast að gagnkynhneigðum pörum
og konum líka; auk þess hefur bæst nýr flokkur við harðkjarnaklám fyrir
samkynhneigða, sem hefur beinst að hommum og (í minna mæli) lesbíum,
en það eru myndbönd fyrir tvíkynhneigða. Í þessum myndböndum gera
menn það með konum, konur með konum, menn með mönnum og síðan
gera allir það hver með öðrum, og brjóta þannig um leið niður grundvall-
arbannhelgi kynlífs karlmanna með karlmönnum. 31
Að sama skapi renna aðskildir flokkar hins karllega og kvenlega saman
í því sem sumir hafa kallað „karlavasaklútamyndina“. Þetta eru meg-
instraumsmelódrömu sem vekja upp áður bældar tilfinningar karlmanna
og brjóta gegn bannhelgi ástúðar og faðmlaga milli karlmanna. Faðmlag
föður og sonar í lok Venjulegs fólks (Ordinary People, 1980) er dæmigert.
Undanfarið hafa feðravasaklútamyndir farið að keppa við mæðramyndir –
eins og sést á hinni hefðbundnu mynd Pabbi (Dad, 1989) og óhefðbundnari
birtingarmyndum óheflaðs föðurhlutverks í Tvídrangar (Twin Peaks).
Markmiðið er svo sannarlega ekki að dást að „kynfrelsi“ þessa nýja
flæðis og breytileika – hins nýja kvenleika karlmanna sem knúsast og hinn-
ar nýju karlmennsku lostafullra kvenna – eins og það gæfi til kynna neins
konar lokasigur yfir fallísku valdi. Það væri öllu heldur gagnlegra að skoða
hvaða möguleika þetta nýja flæði og breytileiki opna þegar kemur að því
31 Meðal titla þessara tiltölulega nýju (eftir-1986) harðkjarnaklámmyndbanda eru
Bisexual Fantasies; Bi-Mistake; Karen’s Bi-Line; Bi-Dacious; Bi-Night; Bi and Beyond;
The Ultimate Fantasy; Bi and Beyond II; Bi and Beyond III: Hermaphrodites.