Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 173
172
á ákveðnar raunsæishefðir – samfélagsvandamál sem skjóta upp kollinum í
melódramanu, sýningu raunverulegra kynlífsathafna í klámi – virðast þær
ekki eins augljóslega óraunverulegar. Þó má deila um gildi hinnar hefð-
bundnu gagnrýni á þær – að þær séu ólíkindalegar, endurtekningasamar,
skorti sálfræðilega dýpt og að frásögn þeirra sé ekki leidd til lykta á fullnægj-
andi hátt – ef slík einkenni eru samofin órunum sem þær vinna með.
Með öðrum orðum þá eru tengsl milli aðdráttarafls þessara frásagn-
arformgerða og getu þeirra til að takast á við grundvallarvandamál tengd
kynverund, þótt þær „leysi“ þau ekki í raun og veru. Hér vildi ég gjarnan
tengja á milli mismunandi formgerðar tíma í þessum tilteknu greinum
annars vegar og hins vegar þess skilnings Laplanche og Pontalis að órar
séu að formgerð upprunagoðsagnir sem er ætlað að breiða yfir misræmið
milli tveggja augnablika. Laplanche og Pontalis færa rök fyrir því að órar
sem upprunagoðsagnir takist á við hið óleysanlega vandamál misræm-
isins milli óafturkallanlegra frumupplifana sem ætla má að hafi átt sér
stað – eins og til dæmis hinn sögulegi frumatburður34 – og óvissunnar sem
fylgir því þegar þær skjóta upp kollinum á ný í ofskynjunum. Segja má að
misræmi sé milli raunverulegrar tilvistar viðfangsins sem hefur glatast og
ummerkjanna um jafnt tilvist þess og fjarveru.
Laplanche og Pontalis halda því fram að grundvallarórana sé að finna
þar sem raunverulegur en óafturkallanlegur atburður úr fortíðinni rennur
saman við algjörlega ímyndaðan atburð sem átti sér aldrei stað. Þannig
telja þeir Laplanche og Pontalis að „atburðurinn“ sem ómögulegt er að
staðsetja í tíma og rúmi tilheyri, þegar öllu er á botninn hvolft, „uppruna
hugverunnar“ – uppruna sem sálgreinendur telja að verði ekki greindur frá
uppgötvun kynjamismunar.35
Það sem helst einkennir óra er sú mótsagnakennda formgerð tíma
sem felst í því að vitneskja um mismuninn sem elur af sér löngun hljótist
bæði „of snemma“ og „of seint“. Freud kynnti til sögunnar „upprunalegu
órana“ sem hugtak til að útskýra goðsagnakennda virkni óra, sem virðast
bjóða upp á endurtekningar og „lausnir“ á stærstu ráðgátunum sem barnið
34 [Frumatburðurinn (e. primal scene), sem heyrir til þess flokks „frumóra“ (e. primal
phantasy) sem Freud skilgreindi og fjallaði um, lýsir fyrstu upplifun barnsins á því
að foreldrar þess stundi kynlíf. Frumatburðurinn er fyrst nefndur svo í umfjöllun
Freuds um „úlfamanninn“, sem var markaður af þeim skilningi á athöfninni að hún
væri sadómasókísk; að faðirinn væri að beita móðurina hörku, að refsa henni.]
35 Jean Laplanche og J. B. Pontalis, „Fantasy and the Origins of Sexuality“, bls. 11.
l i n d A W i l l i A M S