Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 64
63
Samband dýrhneigðra við húsdýrin sín er ójafnt frá upphafi og því
ómögulegt að tala um nokkurs konar samþykki eða jafnan grundvöll í sam-
lífi húsdýrs við mannfólk. Undirgefni er hluti af genabyggingu húsdýrsins,
eiginleikar sem koma hvað skýrast fram þegar dýrið fær einhvers konar
góðgerð á móti (hvort sem það er hlýja, matur, öryggi eða kynferðislegt
áreiti). Undir stjórn mannfólksins eru húsdýr að vissu leyti alltaf í hlutverki
þrælsins, hvort sem það er til að þjóna sem alidýr, gæludýr eða rúmfélagi.
Spurningin verður þá frekar: Hefur einhver mannvera hafið ástarsamband
við villt, frjálst dýr, utan goðsagna og ævintýra? Því miður þekki ég engar
heimildir um slíkt, en það segir kannski sitt að ekki sé minnst einu orði á
slík sambönd í Animal Passions, né öðru efni sem ég hef kynnt mér varð-
andi málefni dýrahneigðar. Snákar hafa komið við sögu í klámmyndum
á borð við Il Pornopoker (1984), þar sem klámstjarnan Cicciolina fróar
sér með lifandi snáki og sést m.a. stinga halanum inn í sköpin á sér, en sá
snákur hefur líklega verið taminn og ólíklegt að Cicciolina hafi átt í djúpu
sambandi við dýrið.
Kjörbólfélagar dýrhneigðra virðast því vera tegundir sem hafa mark-
visst verið aldar til að þóknast mannfólkinu og gerðar undirgefnar og
meðfærilegar með ræktun sem ýkir þá þætti sem henta valdaskipan hús-
dýrahaldsins.17 Karen Davis beitir svipaðri gagnrýni og Masson í svari við
fyrrnefndri grein Singers. Þar bendir hún á hörð viðbrögð dýraréttinda-
sinna við varnarræðu Singers um dýrakynlífið og tilhneigingu hans til að
líta bara til þjáningar og grimmilegrar hegðunar út frá siðferðislegu mati.
samræmi, og þótt við mannaparnir gerum það gjarnan á svipaðan hátt þá þýðir það
ekki að við gerum það nákvæmlega eins. Eflaust eru til alls konar kynferðislegar
nautnir innan dýraríkisins: manna-nautn, hunda-nautn, hesta-nautn, leðurblöku-
nautn, bonobo-nautn, o.s.frv. Samtímis lík og ólík þýðir að mögulega getum við
náð einhverju sambandi á milli tegunda og við eigum hvorki að gera ráð fyrir að
hitt dýrið finni ekki fyrir neinni nautn, né heldur að gera ráð fyrir að það njóti
endilega sömu atlota og káfs og við njótum.
17 „Once an animal became fully domesticated and docile, humans could deliberately
seek ways to alter it so that it was even more useful and pleasing to them. […] All
young animals are docile toward the adults of the species. it suits human purpose,
therefore, to breed animals such that they retain juvenile anatomical and behav-
ioral traits through their entire life span [...]“. Yi-Fu Tuan, „Animal Pets: Cruelty
and Affection“, The Animals Reader: The Essential Classic and Contemporary
Writings, ritstjórar Linda Kalof og Amy Fitzgerald, Oxford: Berg, 2007, bls. 141-
153, hér bls. 144. Sjá nánari umræðu um húsdýr og stýrða ræktun t.d. í bók Tuans,
Dominance and Affection: The Making of Pets, New Haven: Yale University Press,
1984 og Shrinking the Cat: Genetic Engineering Before We Knew About Genes,
Boston: Houghton Mifflin, 2001 eftir Sue Hubbell.
DýRSLEGAR NAUTNiR