Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 74
73
Loðklámið er teiknað og tölvugert og því koma hvorki menn né önnur
dýr nálægt sjálfum verknaðinum, nema í framsetningunni og ímyndunar-
aflinu. Þessar teikningar jafnast þó á við harðasta klám. Manndýrin – sem
geta verið alls kyns blendingar – sjást í alls kyns grafískum stellingum,
gjarnan mjög ýktum, löðrandi í svita og subbuskap, með gapandi og glennt
kynfæri, stórvaxna getnaðarlimi, gjarnan með fjölbreytileg kynlífsleikföng,
að sjúga og sleikja og ríða á alla mögulega vegu sem hægt er að hugsa
sér. Dýrin eru af öllum tegundum og einskorðast alls ekki við húsdýr,
ólíkt flestu öðru dýraklámi og hefðbundinni dýrahneigð. Hinn venjulegi
dýrblendingur hefur öll sérkenni dýrsins (svo sem eyru, loðfeld, trýni,
klær, rófu o.s.frv.), en manngerðan líkama, sem kemur sérstaklega fram
í kvenmannsbrjóstum, andliti (mennsk augu og bros) og kynfærum (þau
eru reyndar á gráu svæði á mörgum teikningum, þar sem kynfærin geta
verið keimlík í framsetningu á milli tegunda). Misjafnt er eftir teikningum
hversu mikið veran líkist dýrinu eða manninum. Stundum er manngerv-
ingin ekki meiri en svo að sýna dýrið ganga um á tveimur fótum og brosa
með munnvikunum (en annars dýrslegt að öllu leyti), en í flestum tilvikum
virðist blandan vera nærri til helminga mannvera og dýr.
Eins og titillinn gefur til kynna er mest um loðin spendýr, svo sem
hunda, ketti, refi, úlfa, kanínur, ljón, tígrisdýr, birni o.s.frv., en einnig
má finna furðudýr á borð við dreka, kentára, einhyrninga og Predator
úr samnefndri kvikmynd, og fjarskyldari dýr líkt og leðurblökur, hákarla,
kolkrabba og risakönguló með kvenmannslíkama fyrir ofan mitti. Þá eru
klaufdýr algeng, svo sem hestar, kýr og antílópur. Umgjörð slíkra klám-
síðna er svipuð og á öðrum síðum, utan þess að verurnar eru teiknaðar, og
áhorfendur hljóta stóryrt loforð um það sem bíður þeirra ef þeir smella
á rétta hlekkinn: „Sjáið furry yieff myndir í fullri lengd með heitum og
vöðvastæltum dýrum sem hljóta daglegan skammt af hörðum ríðingum“40
er dæmigerð auglýsingasetning úr veröld loðklámsins. Stundum má sjá
sömu dýrategundina að gera það saman, stundum ólíka dýrblendinga í
samræði og stundum manneskju með dýrblendingi (kvenkyns dýrið er að
því er virðist alltaf dýrgert og karlinn er þá frekar mennskur). Í þessum
teikningum hverfur stigveldi húsdýrsins og eigandans og siðferðislegar
hliðar raunverulegs dýrakláms virðast ekki lengur eiga við, því líkamarnir
eru ekki af holdi og blóði og því ekki jafn beintengdir umræðunni um vel-
40 „Watch full length furry yiff movies of hot and muscular animals as they are getting
their daily dose of hardcore fucking,“ Furryyiff.net, sótt 10. mars 2016 af http://
furryyiff.net/.
DýRSLEGAR NAUTNiR