Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 97
96
Ein helsta ástæða þess að enn er mögulegt að líta á Ísland sem hluta af
hinum lútherska heimi er að hér starfar evangelísk-lúthersk þjóðkirkja.52
Þótt aðild að henni sé nú af fjölmörgum og skiljanlegum ástæðum í sögu-
legu lágmarki (um 74% landsmanna) er hún enn meirihlutakirkja og það
trúfélag sem helst setur svip á þjóðlífið.53 Hér vaknar sú áhugaverða spurn-
ing á hvern hátt þjóðkirkjan sé lúthersk. Hér skal látið nægja að benda á að
játningargrunnur hennar er evangelísk-lútherskur þar sem Fræði Lúthers
hin minni (1529) og Ágsborgarjátningin í upprunalegri mynd (1530) teljast
til hans auk hinna þriggja fornu samkirkjulegu játninga.54 Þá má benda á
að þjóðkirkjan nýtur viðurkenningar annarra lútherskra kirkna og er einn
af stofnaðilum Lútherska heimssambandsins (LWF).55 Að öðru leyti er
það guðfræðilegt viðfangsefni að skilgreina „hið lútherska“ í þjóðkirkjunni
og liggur utan viðfangsefnis þessarar greinar.
Þrátt fyrir þjóðkirkjuskipanina má færa ýmis rök að því að við séum
þegar hætt að vera lúthersk þjóð. Gleggst verður þetta þegar um ríkisvald-
unarhópa og á fleiri sviðum. Sjá „Tíu atriði til að tryggja trúfrelsi og jafnrétti“,
sidmennt.is, 16. október 2014, sótt 6. ágúst 2015 af http://sidmennt.is/2014/10/16/
tiu-atridi-til-ad-tryggja-trufrelsi-og-jafnretti/. Hér er þess vænst að uppgjörið geti
farið fram á málefnalegum nótum m.a. á sögulega-raunsæjan hátt og geti leitt til
samtals og skapandi fjölhyggju í stað átaka. Í því felst m.a. að við viðurkennum að
lúthersk kristni og kirkja hefur lagt mikið af mörkum við mótun menningar okkar
og samfélags en að ýmislegt af því þarfnist nýtúlkunar, endurmats og mótvægis í
ljósi breyttra aðstæðna.
52 Í stjórnarskrá og lögum er játningargrunnur kirkjunnar aðeins skilgreindur óbeint
á þann hátt að kveðið er á um að þjóðkirkjan skuli vera evangelísk-lúthersk.
53 „Mannfjöldi eftir trú og lífsskoðunafélögum 1998–2015“, hagstofa.is, 1. apríl 2015,
sótt 11. ágúst 2015 af http://www.hagstofa.is/?PageiD=2593&src=https://rann-
sokn.hagstofa.is/pxis/Dialog/varval.asp?ma=MAN10001%26ti=Mannfj%F6ldi+e
ftir+tr%FA+og+l%EDfssko%F0unarf%E9l%F6gum+1998%2D2015+++++%26p
ath=../Database/mannfjoldi/Trufelog/%26lang=3%26units=Fj%F6ldi. Áhugavert
væri að grafast fyrir um samstöðu almennings með þjóðkirkjunni, samsömun hans
við kenningu hennar og þátttöku í starfinu. Hér vantar þó mjög á vísindaleg gögn
um trúarlíf landsmanna í nútímanum en síðasta viðamikla könnunin var gerð á 9.
áratug liðinnar aldar. Sjá Björn Björnsson og Pétur Pétursson, Trúarlíf Íslendinga.
Félagsfræðileg könnun, Ritröð Guðfræðistofnunar 3, 1990.
54 Til að fá fyllri ákvæði um játningargrunninn verður að leita aftur til dönsku
konungalaganna frá 17. öld. Hjalti Hugason, „Þjóðkirkja og trúfrelsi. inntak og
merking trúmálabálks stjórnarskrárinnar ásamt breytingartillögum“ , Ritið. Tímarit
Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands 2/2011, bls. 151–181, hér bls. 156–157. Hinar
fornu játningar eru Postullega trúarjátningin, Níkeujátningin og Aþanasíusarjátn-
ingin.
55 „Samkirkjumál“, kirkjan.is, sótt 6. ágúst 2015 af http://kirkjan.is/um/biskupsstofa/
samkirkjumal/.
HJALTi HUGASON