Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 130
129
og skrúfaði gasleiðsluna frá eldavélinni, þannig að gasið streymdi
óhindrað út í andrúmsloftið, og ég kveikti á kerti í innsta herberg-
inu og yfirgaf íbúðina. Þegar ég kom aftur að húsinu tveim tímum
síðar og sá að ekki hafði orðið gassprenging festi ég leiðsluna aftur
við eldavélina og slökkti á kertinu. (84–85)
Annað atriði sem miklu skiptir í Hinum hálu þrepum er hversu oft verk-
um er skipt af nákvæmni milli sögumanns, litameistara og ljóðmælanda.
Þegar sögumaður segir frá manndrápinu sem hann fremur, eftir að hafa
innbyrt „þrefaldan skammt“ (115) af þurrkuðum sveppum, hlífir hann
sér hvergi í lýsingunni á athöfnum sínum.46 Fórnarlambið, gamall leigu-
sali hans í vesturbæ Reykjavíkur, sem hann ákveður að heimsækja, tekur
honum „opnum örmum“ (116) og spilar meðal annars fyrir hann tónlist en
við því bregst sögumaður svo:
[…] í þann mund sem meistari Louis hóf að syngja óðinn um fegurð heims-
ins var sem stormhviða færi um huga hans. Sturlunin komst í algleym-
ing. Í nokkur sekúndubrot var hann á valdi myrkursins, sekúndubrot
sem var þó nægur tími til að fremja voðaverkið. Hann greip til rýtingsins
innanklæða og rak hann í hið mjóslegna bak gamla mannsins – sem hneig
í gólfið eins og slytti. Hann kraup yfir hinn dauðvona og lagði hönd yfir
augu hans. Hann vildi ekki horfast í augu við hinn deyjandi mann af ótta
við að verða fyrir holskeflum dauðans. Dauðinn hafði komið í húsið og
gert skylduverk sín, siglt síðan á eik sinni út í óravíddirnar með bráð sína
í farteskinu. Þar sem hann kraup á knjám sínum við hlið násins brutust
fram í honum hinar undirliggjandi dýrslegu hvatir, hvatir sem tóku af
honum stjórnina. Hann beitti hnífnum í dýrslegum tryllingi á andvana
líkamann. Þegar hann hafði lokið sér af, misþyrmt líkinu, rak hann upp
rándýrsöskur. (116–117)
veki þessi texti upp óhugnað, hrylling eða skelfingu og aðrar nöturlegar
kenndir með lesanda – sem geta tvíeflst vegna vitundar hans um að raun-
verulegir atburðir eru endurgerðir – er tilefni til að breyting verði á þegar
litameistarinn og ljóðmælandinn taka við (Mynd 2).
46 Íbúð leigusalans mætti tengja fyrrnefndri skilgreiningu Barrys á „geography of
hurt“, sbr. nmgr. 38.
„ÓMSTRÍðUR TAKTUR KviKRA STRENGJA“