Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 152
151
linda Williams
Líkamar kvikmyndanna:
Kyn, grein og ofgnótt
Inngangur þýðanda
Linda Williams er prófessor í kvikmyndafræði við University of California,
Berkeley, þar sem hún hefur helgað sig rannsóknum á „líkamsgreinum“, sér
í lagi klámi og melódramanu. Greinin „Líkamar kvikmyndanna: Kyn, grein
og ofgnótt“ birtist í tímaritinu Film Quarterly árið 1991, en þá hafði Williams
látið þó nokkuð að sér kveða á vettvangi femínískra kvikmyndafræða um hryll-
ingsmyndina og melódramað.1 Á þessum tímapunkti var mikilvægasta fram-
lag hennar til fræðanna þó tvímælalaust greinafræðileg rannsókn hennar á
klámmyndinni, en Williams hefur verið leiðandi í rannsóknum á klámi innan
hugvísinda frá því bók hennar Hard Core: Power, Pleasure and the „Frenzy of
the Visible“ kom fyrst út árið 1989. Hard Core var endurútgefin árið 1999 en
Williams hefur einnig gefið út bókina Screening Sex (Duke University Press,
2008), ritstýrt greinasafninu Porn Studies (Duke University Press, 2004) og
skrifað fjölda greina um kvikmyndagreinina klám.
Í greininni „Líkamar kvikmyndanna: Kyn, grein og ofgnótt“ fjallar Linda
Williams um klámmyndina í samhengi við tvær aðrar kvikmyndagreinar,
hryllingsmyndir og svokallaðar vasaklútamyndir eða melódrömu. Samkvæmt
Williams eiga þessar „líkamsgreinar“ sameiginlegar yfirdrifnar tilfinningasýn-
ingar sem hafa kvenlíkamann jafnan í forgrunni, auk þess sem þær eigi að
vekja líkamleg viðbrögð áhorfenda; ótta, grát eða kynferðislega örvun. Í grein-
inni er lagt til að þessi tengsl greinanna þriggja við (kven)líkamann ráði miklu
1 Sjá t.d. „When the Woman Looks“, Re-Visions: Essays in Feminist Film Criticism,
ritstj. Mary Ann Doane, Patricia Mellencamp og Linda Williams, Los Angeles: The
American Film institute, 1984, bls. 83–99, og „‚Something Else Besides a Mother‘:
Stella Dallas and the Maternal Melodrama“, Home is Where the Heart is: Studies in
Melodrama and the Woman’s Film, ritstj. Christine Gledhill, London: BFi, 1987,
bls. 299–325.
Ritið 2/2016, bls. 151–176