Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 147
146
Samkvæmt könnun Markusar Meckl og Kjartans Ólafssonar frá 2013 gerði
einni þriðji af erlendum íbúum ráð fyrir að tala íslensku vel eða mjög vel,
svo tveir þriðju fólks af erlendu bergi hefur ekki náð þessum almennu gild-
um, að margra mati. Þess vegna eru sögur algengar um hina nýkomnu sem
horfast í augu við vankunnáttu á tungumálinu. Að tala íslensku virðist samt
ekki „vera í samhengi [ …] við almenna ánægju með að búa á Akureyri“.22
Ástæðan gæti verið sú að skortur á færni í tungumálinu þýðir ekki endilega
að gagnkvæmni sé ómöguleg eða að verið sé að forðast félagslegar teng-
ingar. Sem dæmi má nefna að trúarsamfélögin á Akureyri samanstanda
bæði af innfæddum og innflytjendum. Þar virðist vera trygg leið til að búa
til sambönd og fá stuðning; einn þátttakandi sem hafði aðeins verið þar í
stuttan tíma kynntist mörgum í gegnum kirkjuna:
„Já, þau fara í kirkju, ég hitti fullt af fólki þar. [ …] Þau stinga upp á
góðum hlutum til að gera og þú getur treyst þeim.“ (Brot úr viðtali
13. Kvenmaður, vestur Evrópa.)
Félagslegir þættir eru tengdir vellíðan einstaklinga, en einnig virðist styrk-
leiki fjölskyldubanda, nágrannar og trúarsamfélagið hafa bein áhrif á ham-
ingjutilfinningu og það að tilheyra einhverju/m. viðtalið sýndi greinilega
að fólk sem er hluti af trúarsamfélaginu, sem dæmi, fékk félagslegar teng-
ingar þaðan og stuðning.
Ef einstaklingur sýnir að hann geti teflt fram verðmætum sem skipta
máli í íslensku samfélagi, eins og dugnaði og samviskusemi, þá er það
önnur leið til stuðla að sameiningu:
„Það gildir um Íslendinga, ef þeir sjá einhvern sem er duglegur,
þá verða þeir vinir þínir. Þeir þola ekki letingja. Ég er auðvitað að
alhæfa núna, vegna þess að ég þekki marga, en þetta er vinnusöm
þjóð. [ …] Ég held að það sé viðhorfið sem er mikilvægt. Ef þú
kemur á einhvern stað, ef þú hefur í huga að þú ert gestur verður
viðhorf þitt rétt, en ef þú kemur á einhvern stað og ætlast til að fólk
þjóni þér, þá er það ekki rétt viðhorf. Og ég vissi það strax, ég er
gestur hérna.“ (Brot úr viðtali 1. Karlmaður, vestur Evrópa.)
22 Kjartan Ólafsson og Markus Meckl, „Foreigners at the end of the fjord“, bls. 10.
MARKuS MEcKl / STéphAniE BARillé