Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 202
201
ljósi. Það er innrásin sem slík sem kvikmyndin er heltekin af. Hún hvikar
ekki frá eigin titli. Það er innrásin sem viðfangsefni sem nær hugmynda-
legu þanþoli sínu í takmarkslausu lokaatriðinu, þar sem ofbeldið umbreyt-
ist í kröfuna um að fara inn fremur en það ástand að það hafi verið farið inn.
Síðasta árásin sýnir hvernig valdi gæti verið beitt til innrásar óháð stefnu
og líkömum, það er að segja óháð því inn í hvern eða hvað er farið. Þegar
tunga fórnarlambsins er þvinguð inn í endaþarm síðasta árásarmannsins
öðlast sjálf innrásin vald, og sem hreint form valds getur innrásin beinst í
hvora átt sem er.23 Ef hægt er að þvinga mann til þess að ráðast inn er það
ekki lengur óhjákvæmilegt að það sé sá sem farið er inn í sem er óvirkur,
og það er innrásin sem ástand, sem skurðpunkturinn þar sem viðfang-
ið og sjálfsveran falla saman, sem lýtur óstýrilátri verkan valdsins. Þessi
umsnúningur viðheldur framandleikanum sem felst í innrásinni, sem á sér
stað milli líkama sem lúta henni báðir. Þótt hægt sé að gera innrásina sem
slíka sýnilega, með því að sýna áhrif hennar á húðina, krefst þvinguð inn-
rás þess að innrásinni sé hafnað og hún krefst þess að sú höfnun sé endur-
tekin. Mótsögnin er að forsenda þess að hægt sé að grípa til innrásar sem
valdbeitingar er að hún verði aldrei að inngöngu eða inniveru, að innrásin
haldi því einkenni sínu að vera millibilsástand óorðinna umskipta óháð
tíma og rúmi.
„Boðflennan“ (fr. „L’intrus“) eftir Jean-Luc Nancy, ljóðræn hugleiðing
um hjartaígræðslu höfundarins, gæti virst órafjarri Innbroti, en áminningin
sem hún hefst á er mjög hjálpleg í þessu samhengi:
Boðflennan ryðst inn, að óvörum eða með klækjum, að minnsta
kosti ekki með leyfi eða vegna þess að honum hafi verið boðið. Í
hinum ókunnuga hlýtur að vera dálítil boðflenna, án þess glatar
hann ókunnugleika sínum. [...] Haldi hann áfram að vera ókunn-
ugur eftir að hann er kominn, í stað þess einfaldlega að „aðlagast“,
tekur koma hans ekki enda: hann heldur áfram að koma og koma
hans hættir ekki að vera á einhvern hátt óvelkomin: það er að segja
án leyfis og án kunnugleika, án þess að venjast, þvert á móti veldur
23 Hin sínálæga AC/DC-derhúfa sem árásarmaðurinn ber í þremur fyrstu árásunum
vísar til derhúfunnar sem Ramirez skildi eftir á vettvangi fyrsta glæpsins sem hann
framdi og til vel þekktrar aðdáunar hans á þessari tilteknu þungarokkshljómsveit.
Í ljósi þess að ég færi rök fyrir því að í þessu síðasta atriði vakni efasemdir um að
innrásin hljóti að beinast aðeins í eina átt er vert að benda á að AC/DC er líka slang-
uryrði yfir tvíkynhneigð, þar sem það skírskotar til rafstraums og hugmyndarinnar
um að hann „fari í báðar áttir“.
GRÓFiR DRÆTTiR