Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 34
33
Sólveig Anna Bóasdóttir
Hlutgerving, kynlíf og klám
Kynverund manneskjunnar (e. human sexuality) hefur verið líkt við sprengju-
svæði í femínískri orðræðu. Carole S. vance orðar þetta þannig að femínísk
kynlífsumræða spennist milli tveggja andstæðra póla þar sem annars vegar
sé lögð áhersla á hættu á drottnun og ofbeldi karla og hlutgervingu kvenna
á kynlífssviðinu og hins vegar á kynlífsánægju kvenna, atbeina og valfrelsi.1
R. Claire Snyder-Hall tekur undir orð vance og bendir á að önnur bylgja
kvennahreyfingarinnar í Bandaríkjunum hafi klofnað vegna andstæðra
skoðana á kynverund. Hún nefnir í því sambandi sérstaklega togstreituna
um klám og kynlífsvinnu.2 við þá skoðun er því að bæta að þó að sá klofn-
ingur hafi orðið sérstaklega áberandi í Bandaríkjunum hefur hann einnig
sett mark sitt á femíníska umræðu annars staðar á vesturlöndum. Almennt
má um þetta málefni segja að femínistar hafi lagt áherslu á kynlífshegð-
un sem félagslega hegðun sem lærist í menningunni.3 Dæmi um þann
skilning má finna í hinni þekktu bók Kate Millett, Sexual Politics, þar sem
1 Carole S. vance, „Pleasure and Danger: Toward a Politics of Sexuality“, Pleasure
and Danger: Exploring female sexuality, ritstj. Carol S. vance, London: Pandora
Press, 1992 [1984], bls. 1–27, hér bls.1.
2 R. Claire Snyder-Hall, „Third-Wave Feminism and the Defense of „Choice“”,
Symposium 8: 1. mars 2010, bls. 255–260, hér bls. 255.
3 Dæmi um fræðimenn sem femínistar voru í samtali við um málefni kynverundar á
þessum tíma eru Mary Mcintosh, „The Homosexual Role“, Social Problems 2/1968,
bls. 182–192; John H. Gagnon og William Simon, Sexual conduct. The Social Sources
of Human Sexuality, New Brunswick og London: Aldine Transaction, 2005, [1973];
Jonathan Katz, Gay American History. Lesbians and Gay Men in the USA, New York:
Crowell, 1976; Jeffrey Weeks, Coming Out. Homosexual Politics in Britain, London:
Quartet, 1977; Jeffrey Weeks, Sexuality, New York: Routledge/Ellis Horwood Ltd
og Tavistock Publication Ltd, 1986 og Michel Foucault, The History of Sexuality,
New York: Pantheon, 1978.
Ritið 2/2016, bls. 33–54