Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 73
72
þar sem vel er farið með dýrin, en það mun þó alltaf vera gert á forsendum
„eiganda“ og „eignar“ og því alltaf byggt á stjórnun og ósamþykki að ein-
hverju leyti. Dýrið í dýrakláminu þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að
gerast hlutgervingur væntinga og langana mannfólksins, fjarri allri hugsun
um samkennd og samþykki.
Önnur hlið á dýraklámi sem vert er að skoða stuttlega er svokallað „loð-
klám“, eða „furry porn“, einnig kallað „yiff“. Titillinn vísar til menningar-
kima fólks sem á ensku kallar sig „furries“ en hefur verið kallað „loðboltar“
á íslensku, og klæðir sig upp í dýrabúninga sem hluta af einhvers konar
dýrafantasíu (gjarnan tengdri áhuga á ævintýrum eða vísindaskáldskap).38
Dýrabúningarnir eru þó ekki bara eftirhermur af útliti dýra, heldur mann-
gerðar framsetningar á öðrum dýrum, í raun nokkurs konar blendingar
manna og dýra sem minna á ævintýraverur fornaldarsagna. Að einhverju
leyti virðist fantasían snúast um að ná tengslum við sitt innra dýr, ef svo má
að orði komast, eða að finna fyrir skyldleika sínum við aðrar dýrategundir.
Loðboltarnir halda ráðstefnur (frægust er Anthrocon sem haldin er árlega
í Bandaríkjunum) og hittast við hátíðarhöld þar sem mikil vinna er lögð í
búninga og persónusköpun. Málsvarar loðboltanna leggja reyndar ríku-
lega áherslu á að slíkar samkomur tengist á engan hátt kynlífi,39 en engu
að síður loðir sá stimpill ávallt við fólkið í dýrabúningunum. Hvort sem
boltunum líkar það betur eða verr, þá hefur einnig sprottið upp menn-
ingarkimi innan klámheima sem snýst um að sýna þessi manngerðu dýr að
stunda kynlíf.
voru fyrstu niðurstöðurnar dýraklámsíður, en ekki vefir um dýravelferð. Þarna
hefur Google væntanlega byggt niðurstöðurnar á fyrri leit minni að dýraklámi og
gert ráð fyrir að áhuginn lægi frekar þar, heldur en á síðum um lagalegar hliðar
klámsins, sem birtust aftar. Þær síður sem upp komu voru m.a. vefir sem slengdu
orðinu „welfare“ inn í runu klámorða („sexy movies girls animal welfare xxx“) og
kynlífssagan „Animal Rescue“ af vefnum xxx-fiction.com sem segir frá útsendara
dýravelferðarsamtaka sem leitar uppi flækingshunda og er nauðgað af Great Dane
hundi. Sagan er flokkuð undir merkinu „true stories of bestiality“, en er engu að
síður sögð 100% skáldskapur og lesendur varaðir við að leika eftir kynlíf með dýr-
um í raunveruleikanum. Zoophilia Stories. Bestiality Stories. XXX-Fiction.Com,
sótt 27. apríl 2016 af http://xxx-fiction.com/tag/true-stories-of-bestiality/.
38 „Furry Fandom,“ WikiFur.com, sótt 10. mars 20l6 af http://en.wikifur.com/wiki/
Furry_fandom.
39 Melissa Meinzer, „Fur Ball in the Works,“ Pittsburgh City Paper, 2. febrúar 2006,
sótt 10. mars 2016 af http://www.pittsburghcitypaper.ws/pittsburgh/fur-ball-in-
the-works/Content?oid=1336602.
GunnAR ThEodóR EGGERTSSon