Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 163
162
konur séu bestu fórnarlömbin. „Pyntum konurnar!“ er frægt ráð frá Alfred
Hitchcock.21
Í klassísku hryllingsmyndinni deilir óttaslegna kvenfórnarlambið sviðs-
ljósinu með skrímslinu. Fay Wray og vélræna skrímslið sem kallaði fram
öskur hennar í King Kong er kunnuglegt dæmi um hina klassísku upp-
skrift. Janet Leigh í sturtunni í Geggjun (Psycho) er kunnuglegt dæmi um
þróunina yfir í kynferðislega opinskárri útgáfu hinnar kvöldu og skelfingu
lostnu konu. Og segja má að dóttir hennar, Jamie Lee Curtis í Hrekkjavöku
(Halloween), sé nútímalegri útgáfa skelfingu lostna kvenfórnarlambsins. Í
báðum þessum síðari myndum virðist sjónarspil skrímslisins í öðru sæti, á
eftir hinum ört vaxandi fjölda fórnarlamba sem kynferðislega trufluðu en
að öllu leyti mennsku skrímslin rista á hol.
vel þekkt og sígilt stef í konumyndinni er langþjáða móðirin sem birt-
ist í fyrstu tveimur útgáfum Stellu Dallas, sem fórnar sjálfri sér svo dóttir
hennar megi færast upp samfélagsstigann. Bíógestir gátu nýverið fylgst
með Bette Midler færa sömu fórnir og upplifa sama missi í kvikmyndinni
Stella. Debra Winger í Blíðuhót (Terms of Endearment) er annað kunnuglegt
dæmi um móður sem vekur samkennd.
Hafi maður ofangreindar staðalmyndir í huga liggur beint við að íhuga
stöðu líkamlegrar ofgnóttar í hverri þessara greina. Er það einfaldlega hin
ósæmilega, „óþarfa“ nærvera kynferðislega alsælu konunnar, pyntuðu kon-
unnar, grátandi konunnar – og tilheyrandi kynlífsvessa, blóðs og tára sem
flæða úr líkama hennar og gera má ráð fyrir því að kalli fram svipuð við-
brögð hjá áhorfendum – sem er til marks um ofgnótt hverrar kvikmynda-
tegundar? Hvernig eigum við að hugsa um þessar sýningar á líkamanum í
samhengi hverja við aðra, sem kerfi ofgnóttar í kvikmyndum almennt? Og
að lokum: hversu yfirdrifnar er þær í raun og veru?
Greiningarkerfi sálgreiningarinnar, sem hefur verið svo áhrifamikið
í kvikmyndafræði almennt og þar að auki í femínískri kvikmyndafræði
og gagnrýni, hefur verið sérlega tvíbent þegar kemur að því að greina
ofgnótt. Það liggur í skilgreiningu flokka blætisdýrkunar, gægjuþarfar,
kvalalosta og sjálfskvalalosta, sem eru iðulega notaðir til að lýsa nautnum
kvikmyndaáhorfs, að um frávikshegðun sé að ræða. Kynhegðun sem fer
yfir mörkin, sér í lagi þegar kynlífið beinist frá „eðlilegum“ endapunkti
eða viðföngum – blæti kemur í stað kynfæra, það er horft í stað þess að
21 Carol J. Clover ræðir merkingu þessarar frægu tilvitnunar í ritgerð sinni „Her Body,
Himself: Gender in the Slasher Film“.
l i n d A W i l l i A M S