Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 65
64
Meginmarkmið Singers virðist vera að hrófla við hugmyndinni um að
kynlíf með dýrum sé móðgun við sæmd og stöðu mannfólks, því hann fer
ekki ofan í saumana á valdaskipaninni sem er til staðar í sambandi dýra-
hneigðra við dýrin „sín“. Davis tekur undir yfirlýsingar annarra dýrarétt-
indasinna um að þetta sé einföldun á málinu, m.a. rök dýrasiðfræðingsins
Toms Regan um að viðfangsefni siðfræði líkamlegrar snertingar eigi ekki
að smætta niður í sársauka og vellíðun, því marga aðra fleti þurfi að íhuga.
Þannig skipti höfuðmáli að ræða hugmyndina um samþykki dýranna út frá
þeim höftum sem fylgja innilokun og frelsissviptingu húsdýra, á borð við
„takmarkaða valkosti, vanmátt gagnvart flótta, líkamlega valdbeitingu og
sálfræðilegan þrýsting sem ánauðin þröngvar upp á einstaklinga í haldi“.18
Davis gengur lengra með rökin gegn því sem hún telur ofureinföldun hjá
Singer og ræðir hvernig kynferðisleg misnotkun á dýrum er innbyggð í
húsdýrahald í gegnum stýrða ræktun og gervifrjóvgun, einkum í mjólkur-
og eggjaiðnaði.19 Hún telur stjórnun og sjálfskipaðan eignarrétt mannfólks
á dýrum í húsdýrahaldi hafa greitt veginn fyrir dýrakynlífi, því skotleyfið á
líkama þeirra hefur þegar verið gefið út af samfélaginu. Þannig sé kynferð-
isleg misnotkun á dýrum, sögulega séð, samofin samtímamenningu. Davis
bendir jafnframt á að þessi líkamlega misnotkun komi hvað skýrast fram
í kjötáti og líkir verknaðnum við nokkurs konar ofbeldisfull munnmök.
Þetta er mikilvægt og jafnframt vanmetið atriði hvað varðar alla umræðu
um dýrahneigð í nútímasamfélagi. Ef kynlíf á milli mannfólks og húsdýra
jafngildir misnotkun á dýrinu er sú hugsun fullkomlega á skjön við ráðandi
hugsun samfélagsins um dýr á öðrum sviðum, þar sem misnotkun á dýrum
viðgengst sem viðurkennd athöfn.
við lifum í samfélagi þar sem framleiðsla á dýrum sem hlutgerðri
neysluvöru er daglegt brauð og allri gagnrýni á kynlíf með dýrum á for-
sendum sjálfs dýrsins er því hætt við að verða þversagnakennd, jafnvel
hreinn tvískinnungur. Dýr í kynlífssambandi er ekki drepið og í mörgum
tilvikum lifir það ágætu lífi miðað við flest önnur hús- og alidýr. Sé hlut-
skipti dýrsins í fyrirrúmi, þá hlýtur að vera skárra að ríða því heldur en að
éta það, því það að stinga kjötstykki upp í sig er mun meiri árás á líkama
dýrsins en að stinga kynfærum sínum upp í eða inn í það. Með þessu er ég
18 „The limited options, inability to escape, physical coercion, and psychological
pressure that captivity imposes on a captive individual [...]“. Karen Davis, „Bestia-
lity: Animal Liberation or Human License?“
19 Sjálf er Davis forseti samtakanna United Poultry Concerns sem berjast fyrir rétt-
indum og velferð hænsna.
GunnAR ThEodóR EGGERTSSon