Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 65

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 65
64 Meginmarkmið Singers virðist vera að hrófla við hugmyndinni um að kynlíf með dýrum sé móðgun við sæmd og stöðu mannfólks, því hann fer ekki ofan í saumana á valdaskipaninni sem er til staðar í sambandi dýra- hneigðra við dýrin „sín“. Davis tekur undir yfirlýsingar annarra dýrarétt- indasinna um að þetta sé einföldun á málinu, m.a. rök dýrasiðfræðingsins Toms Regan um að viðfangsefni siðfræði líkamlegrar snertingar eigi ekki að smætta niður í sársauka og vellíðun, því marga aðra fleti þurfi að íhuga. Þannig skipti höfuðmáli að ræða hugmyndina um samþykki dýranna út frá þeim höftum sem fylgja innilokun og frelsissviptingu húsdýra, á borð við „takmarkaða valkosti, vanmátt gagnvart flótta, líkamlega valdbeitingu og sálfræðilegan þrýsting sem ánauðin þröngvar upp á einstaklinga í haldi“.18 Davis gengur lengra með rökin gegn því sem hún telur ofureinföldun hjá Singer og ræðir hvernig kynferðisleg misnotkun á dýrum er innbyggð í húsdýrahald í gegnum stýrða ræktun og gervifrjóvgun, einkum í mjólkur- og eggjaiðnaði.19 Hún telur stjórnun og sjálfskipaðan eignarrétt mannfólks á dýrum í húsdýrahaldi hafa greitt veginn fyrir dýrakynlífi, því skotleyfið á líkama þeirra hefur þegar verið gefið út af samfélaginu. Þannig sé kynferð- isleg misnotkun á dýrum, sögulega séð, samofin samtímamenningu. Davis bendir jafnframt á að þessi líkamlega misnotkun komi hvað skýrast fram í kjötáti og líkir verknaðnum við nokkurs konar ofbeldisfull munnmök. Þetta er mikilvægt og jafnframt vanmetið atriði hvað varðar alla umræðu um dýrahneigð í nútímasamfélagi. Ef kynlíf á milli mannfólks og húsdýra jafngildir misnotkun á dýrinu er sú hugsun fullkomlega á skjön við ráðandi hugsun samfélagsins um dýr á öðrum sviðum, þar sem misnotkun á dýrum viðgengst sem viðurkennd athöfn. við lifum í samfélagi þar sem framleiðsla á dýrum sem hlutgerðri neysluvöru er daglegt brauð og allri gagnrýni á kynlíf með dýrum á for- sendum sjálfs dýrsins er því hætt við að verða þversagnakennd, jafnvel hreinn tvískinnungur. Dýr í kynlífssambandi er ekki drepið og í mörgum tilvikum lifir það ágætu lífi miðað við flest önnur hús- og alidýr. Sé hlut- skipti dýrsins í fyrirrúmi, þá hlýtur að vera skárra að ríða því heldur en að éta það, því það að stinga kjötstykki upp í sig er mun meiri árás á líkama dýrsins en að stinga kynfærum sínum upp í eða inn í það. Með þessu er ég 18 „The limited options, inability to escape, physical coercion, and psychological pressure that captivity imposes on a captive individual [...]“. Karen Davis, „Bestia- lity: Animal Liberation or Human License?“ 19 Sjálf er Davis forseti samtakanna United Poultry Concerns sem berjast fyrir rétt- indum og velferð hænsna. GunnAR ThEodóR EGGERTSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.