Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 141
140
sjúkrahúsið án vandræða, fara út í skóg og vera þar einn á göngu.“
(Brot úr viðtali 9. Karlmaður, vestur Evrópa.)
Flestir eru sammála því að Akureyri sé notalegur og þægilegur staður til
að búa á. Þetta viðhorf gagnvart staðnum verður mjög sýnilegt þegar jafn-
vel er horft á vetrarmyrkrið í jákvæðu ljósi: „Ég er þegar orðið ástfangin
af myrkrinu.“ (Brot úr viðtali 13. Kvenmaður, vestur Evrópa). Og þegar
spurt var um veðrið svaraði einn þátttakandi: „Reyndar líkar mér það, mér
líkar við vindinn.“ (Brot úr viðtali 10. Karlmaður, vestur Evrópa.)
Fegurð, friður, þægindi og rósemd eru allt þættir sem tengdir eru við
Akureyri: „Mér líkar við Akureyri og rósemina sem ríkir þar.“ (Brot úr
viðtali 28. Kvenmaður, vestur Evrópa.) Engin áhætta, ekkert ofbeldi, ekk-
ert stress sem oft er bundið við heimalönd viðmælenda eða heimabæ var
talið til staðar á Akureyri. Þátttakendur töluðu um bæinn eins og hina
fullkomnu litlu þungamiðju heimskautsbaugsins. Nærri allir viðmælendur
sögðu að bærinn sjálfur væri af hinni „réttu“ stærð, frekar lítill en samt
með allt sem þeir þörfnuðust. Tilfinningin að vera í litlum og rólegum
bæ, í nálægð við náttúruna bætti við öryggistilfinninguna. Sýnt hefur verið
fram á að í minni bæjum er það hið „samofna samfélag og sú tilfinning að
vera kunnugur flestum í nærsamfélaginu sem stuðlar enn frekar að þeirri
tilfinningu að búið sé í öruggu og traustu umhverfi“.12 Einn þátttakandi
greindi svo frá: „Það er frábært því fólk þekkir þig og það er öruggt og fólk
lítur eftir þér.“ (Brot úr viðtalið 2. Karlmaður, vestur Evrópa.)
Allir foreldrar sem tóku þátt í viðtölunum gerðu mikið úr örygginu í
bænum og meðfylgjandi frelsistilfinningu sem börnin þeirra upplifðu.
„Mér líkar það afar vel, þetta er frábær staður fyrir syni mína. Ég
veit ekki hvort þú átt börn, en það er stórbrotið og auðvelt, það
er öruggt, þú veist, þeir þvælast bara um þegar þeir koma heim úr
skólanum og gera sína hluti. Eiginlega eins og ég minnist þegar ég
var yngri. [Allt] er opið, [ …], drengirnir mínir geta gengið í skól-
ann, þetta er mjög öruggt umhverfi. Það er mjög áhyggjulaus til-
vera.“ (Brot úr viðtali 10. Karlmaður, vestur Evrópa.)
„Hér er mikið öryggi fyrir barnið mitt. Ég veit ekki, ég þarf ekki
að hafa áhyggjur af morgundeginum. Aðallega, það er öryggi fyrir
12 U. Eriksson, J. Hochwälder og E. Sellström, „Perceptions of community trust and
safety. Consequences for children’s well-being in rural and urban contexts“, Acta
Paediatrica, 10/2011, bls. 1373–1378.
MARKuS MEcKl / STéphAniE BARillé