Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Qupperneq 53
52
anlega staðinn fyrir kynlíf.63 Skrif Kalvíns sýna þetta er hann ræðst gegn
túlkun kaþólsku kirkjunnar að allir sem gangi í klaustur eigi að lifa skírlífi.
Skírlífi er sérstök náðargáfa og ekki öllum gefin áréttar hann og segir svo:
„Þeir sem hafa hana (náðargáfuna), ættu að nota hana og ef þeir endrum
og sinnum finna fyrir freistingu holdsins þá skyldu þeir leita á náðir þess
sem einn gefur kraftinn til að standa gegn henni. Ef þeir öðlast hana ekki,
þá skyldu þeir ekki forsmá þá lækningu sem þeim er boðin. Þeim sem ekki
er gefið taumhald – þeir skyldu sannarlega hlýða orði Guðs og giftast“.64
Þótt femínistar muni seint taka undir túlkun og algilda lausn Kants á
siðferðisvanda kynlífs virðist MacKinnon fara merkilega nærri skoðunum
hans á hlutgervingu kynlífsins í sjálfu sér. Algildistónn umræðu hennar um
hlutgervingu í öllu kynlífi og klámi þar sem engin blæbrigði eru til staðar
minnir á framsetningu Kants um vanvirðingu persónunnar í kynferðisleg-
um tengslum utan hjónabands. Það sem hefðbundnar kristnar túlkanir á
öldum áður töldu syndugt, afbrigðilegt og ónáttúrulegt í kynlífi virðist að
miklu leyti mega heimfæra upp á karlveldið í túlkun MacKinnons og allt
það illa sem það leiðir af sér fyrir konur. Orð hennar um afleiðingar kláms
sem sviptir konur mannlegri reisn og mannréttindum ásamt því að orsaka
ofbeldi gegn þeim eru dæmi um það.
Hlutgervingarhugmyndin, ef svo má að orði komast, er í brennidepli
umræðu MacKinnons um klám. Þar nýtir hún sér m.a. hugmyndir Kants
um vanvirðingu mennskunnar í kynlífi til að rökstyðja af hverju klám er
jafn viðsjárvert og hún álítur það vera. Kláminu má líkja við djöfulinn í
mannsmynd. Það er meinsemd sem megnar að snúa öllu sem tengist kyn-
lífi á hvolf, samanber tilvitnanir í orð MacKinnons fyrr í greininni. Klámið
skaðar og jafnvel drepur konur! Karlmenn elska það, undantekningarlaust.
vegna þess eðlis karlmanna og eðlis kláms er nauðsynlegt að banna það.
Mótmæli femínista eins og vance og Rubin beindust fyrst og fremst
gegn svo altækri túlkun á klámi, hlutgervinguna létu þær liggja milli hluta.
Rubin sagði þessa framsetningu ótrúverðuga, bæði vegna offors framsetn-
ingarinnar og skorts á rannsóknum sem gætu sýnt fram á orsakatengsl
kláms og ofbeldis. Hún lýsti eftir hófstillingu og blæbrigðum í femínískri
umræðu um kynlíf og klám og þá framsetningu býður Nussbaum fram að
63 Sjá Björn Björnsson, The Lutheran Doctrine of Marriage in Modern Icelandic Society,
Oslo: Universitetsforlaget og Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1971.
64 John Calvin, Institutes of the Christian Religion [Institutio Christianae Religionis, 1559],
þýðandi Henry Beveridge, Peabody, Massachusetts: Hendrickson Publishers, 2008,
bls. 838–839.
SÓLvEiG ANNA BÓASDÓTTiR