Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 202

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 202
201 ljósi. Það er innrásin sem slík sem kvikmyndin er heltekin af. Hún hvikar ekki frá eigin titli. Það er innrásin sem viðfangsefni sem nær hugmynda- legu þanþoli sínu í takmarkslausu lokaatriðinu, þar sem ofbeldið umbreyt- ist í kröfuna um að fara inn fremur en það ástand að það hafi verið farið inn. Síðasta árásin sýnir hvernig valdi gæti verið beitt til innrásar óháð stefnu og líkömum, það er að segja óháð því inn í hvern eða hvað er farið. Þegar tunga fórnarlambsins er þvinguð inn í endaþarm síðasta árásarmannsins öðlast sjálf innrásin vald, og sem hreint form valds getur innrásin beinst í hvora átt sem er.23 Ef hægt er að þvinga mann til þess að ráðast inn er það ekki lengur óhjákvæmilegt að það sé sá sem farið er inn í sem er óvirkur, og það er innrásin sem ástand, sem skurðpunkturinn þar sem viðfang- ið og sjálfsveran falla saman, sem lýtur óstýrilátri verkan valdsins. Þessi umsnúningur viðheldur framandleikanum sem felst í innrásinni, sem á sér stað milli líkama sem lúta henni báðir. Þótt hægt sé að gera innrásina sem slíka sýnilega, með því að sýna áhrif hennar á húðina, krefst þvinguð inn- rás þess að innrásinni sé hafnað og hún krefst þess að sú höfnun sé endur- tekin. Mótsögnin er að forsenda þess að hægt sé að grípa til innrásar sem valdbeitingar er að hún verði aldrei að inngöngu eða inniveru, að innrásin haldi því einkenni sínu að vera millibilsástand óorðinna umskipta óháð tíma og rúmi. „Boðflennan“ (fr. „L’intrus“) eftir Jean-Luc Nancy, ljóðræn hugleiðing um hjartaígræðslu höfundarins, gæti virst órafjarri Innbroti, en áminningin sem hún hefst á er mjög hjálpleg í þessu samhengi: Boðflennan ryðst inn, að óvörum eða með klækjum, að minnsta kosti ekki með leyfi eða vegna þess að honum hafi verið boðið. Í hinum ókunnuga hlýtur að vera dálítil boðflenna, án þess glatar hann ókunnugleika sínum. [...] Haldi hann áfram að vera ókunn- ugur eftir að hann er kominn, í stað þess einfaldlega að „aðlagast“, tekur koma hans ekki enda: hann heldur áfram að koma og koma hans hættir ekki að vera á einhvern hátt óvelkomin: það er að segja án leyfis og án kunnugleika, án þess að venjast, þvert á móti veldur 23 Hin sínálæga AC/DC-derhúfa sem árásarmaðurinn ber í þremur fyrstu árásunum vísar til derhúfunnar sem Ramirez skildi eftir á vettvangi fyrsta glæpsins sem hann framdi og til vel þekktrar aðdáunar hans á þessari tilteknu þungarokkshljómsveit. Í ljósi þess að ég færi rök fyrir því að í þessu síðasta atriði vakni efasemdir um að innrásin hljóti að beinast aðeins í eina átt er vert að benda á að AC/DC er líka slang- uryrði yfir tvíkynhneigð, þar sem það skírskotar til rafstraums og hugmyndarinnar um að hann „fari í báðar áttir“. GRÓFiR DRÆTTiR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.