Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 183

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 183
182 meðan á „stríðinu gegn klámi“ stóð í valdatíð Georges W. Bush.6 Það var einnig hún sem fjallað var um í Frontline-þættinum „Bandarískt klám“ (e. American Porn) þar sem tökuliðið frá PBS sem er að mynda upptökurnar á þriðju nauðgunarsenunni (með Extreme Associates-leikkonunni veronicu Caine) gengur út af tökustaðnum vegna þess að þau gátu ekki verið viss um að samþykki væri fyrir hendi.7 Kvikmyndin er byggð upp kringum hugmynd um raðnauðgara og –morðingja sem er með raðmorðingjann Richard Ramirez (einnig þekktur sem Næturstjáklarinn) á heilanum og fremur glæpina sem sýndir eru í myndinni sem virðingarvott við hann. Innbrot hefst á tvöföldum stiga í anddyrinu á stóru húsi, átján ára gamalli stúlku sem er hrein mey og ein heima, og dyrabjöllu sem táknar nærveru einhvers fyrir utan: maður er týndur, hann þarf að láta segja sér til vegar, og nú er stúlkan með hugann við annað – þvert á alla skynsemi svarar hún í símann í öðru herbergi – hann smokrar sér inn fyrir tálmann sem var honum aldrei alveg lokaður, uppfyllir það hlutverk sem opin gátt táknar, og fer inn. Í fyrsta hlutanum er stúlkunni nauðgað og hún kæfð; í öðrum hluta er annar árásarmaður og tökumaður sem við sjáum ekki en sem kvikmyndar það þegar ófrískri konu er nauðgað og hún skotin (og hund- urinn hennar líka); í þeim þriðja er konu sem hefur orðið strandaglópur rænt, hún er beitt kynferðislegu ofbeldi og myrt með hnífi. Í öðrum og þriðja hluta myndefnisins sem sögupersónurnar sjálfar taka upp kemur skírskotunin í Næturstjáklarann fram í annarrar persónu ávarpi til mynda- 6 Báðir málsaðilar vísuðu í Frontline-þáttinn sem eina af ástæðunum fyrir því að kært var fyrir brot gegn almennu velsæmi; í upptöku fyrir þáttinn sést Black stæra sig af því hvað klámkvikmyndir hans gangi langt og ögra jafnvel lögreglunni og skora á hana að loka fyrirtækinu. Sjá Janelle Brown, „Porn Provocateur“, Salon 20. júní 2002, http://www.salon.com/2002/06/20/lizzy_borden/. Sótt 19. mars 2014; Tim Dean, Unlimited Intimacy: Reflections on the Subculture of Barebacking, Chicago: University of Chicago Press, 2009, bls. 137n51; og Kevin Gray, „What, Censor Us?“ Details, desember 2003, bls. 132–37. Sjá einnig Martin Amis, „A Rough Trade“, Guardian, 17. mars 2001. Eftir að alríkislögreglan hafði gert myndefnið upptækt en áður en hin ákærðu sömdu um málið kom Innbrot út með formála frá Rob Black – ýmsum fullyrðingum um myndina sem væri að hefjast, þar sem hann fer með æsileg varnaðarorð en neitar því jafnframt að myndefnið sé ósvikið og hvetur áhorfandann til þess að láta það ekki koma sér í of mikið uppnám. Þessi aðferð við að ramma inn myndina vísar til lifandi hefðar sams konar viðvarana í æsikvikmyndum, en það að horfa á þessa útgáfu hennar vitandi það að aðstand- endur myndarinnar áttu raunverulega á hættu að vera stungið í fangelsi gerir hina tvíræðu aðvörun dálítið skiljanlegri. 7 „American Porn“, Frontline, þáttur nr. 2012 (upphaflega sýndur 7. febrúar 2002), framleiðandi og leikstjóri Michael Kirk. EuGEniE BRinKEMA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.