Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.2003, Blaðsíða 193

Skírnir - 01.04.2003, Blaðsíða 193
SKÍRNIR SIGURÓP ANDSKOTANS EÐA REIÐI GUÐS? 187 um. Ávallt var gripið til tylftareiðs þegar dauðadómur vofði yfir og nefndi sýslumaður þá tólf einstaklinga af sama kyni, í þessu tilviki karla, til að sverja með sakborningi um sakleysi hans. Sjö þeirra urðu að standa með sakborningi og hann var sjálfur hinn áttundi. Að auki komu fjórir fanga- vottar sem sakborningur valdi sér til styrktar. Að þessu sinni tókst ekki að finna einn einasta karl í nærsveitum sem vildi samsinna Klemusi. Á þingi að Hrófbergi 25. apríl 1690 lögðu tíu karlar fram yfirlýsingu um að þeir treystu sér ekki með nokkru móti að sanna eiðinn með honum. Tveir sem nefndir höfðu verið af sýslumanni voru forfallaðir. Þrennt höfðu tí- menningarnir sér til rökstuðnings. I fyrsta lagi hafði Klemus lengi haft á sér „stirt og illt mannorð ... ei einasta af galdra meðferð og brúkun, held- ur og einninn um aðra hrekki til orðs og æðis.“ í öðru lagi hafði hann frá unga aldri og allt til þessa dags „um galdra meðferð og brúkun við menn og peninga ræmdur og ryktaður verið.“ í þriðja lagi, og ekki síst, voru heitingar hans við Kolbein og Jón, sem nefndarvættin töldu ganga nærri fjölkynngi og fordæðuskap í sjálfu sér. Sá maður sem hótaði í votta viður- vist að drepa náunga sinn myndi líka „lítið um það hirða þó hann með galdra gjörningum sinn náunga heimuglega skaða og fordjarfa vilji.“ Fyrir vikið neituðu þeir að sanna eiðinn og tóku fram að ekki væri við þá fram- ar „að leita né framvegis að ámálga með honum Klemusi Bjarnasyni áður- tjáðan eið að sanna.“ Aðrir viðstaddir tóku undir þetta og Jón Bjarnason skýrði frá því að dóttir hans hefði þá um veturinn verið kvalin af óhrein- um anda sem hann taldi vera af völdum Klemusar. Að þessu loknu voru eiðvættin látin sverja gegn Klemusi og að heldur teldu þau hann sekan en saklausan „í þeim galdraverkum sem hann borinn um ryktaður verið hef- ur.“ Hinir forfölluðu unnu sama eið fjórum dögum síðar.1 Hér varðar mestu að allir sem að málinu koma eru sammála um að galdur geti átt sér stað og sé eðlileg skýring á veikindum tveggja kvenna og eins barns, sem og á ofboði sem kom yfir vinnukonu við réttarhöld. Sakborningur var bendlaður við galdra frá unga aldri og nú hafði hann gengið of langt með því að svipta eina konu lífi og aðra vitinu. Meinlaus- ari aðgerðir hans af sama toga, svo sem tófuvers til verndar sauðfé, voru látnar óátaldar. Á alþingi sumarið 1690 var Klemus dæmdur til dauða og skyldi „í eldi brennast“, eins og ekkert væri eðlilegra. Konungur breytti dóminum í ævilanga útlegð og Klemus lést í Kaupmannahöfn veturinn 1691-1692.2 Hvað gera fræðimenn í nútímanum andspænis atvikum af 1 Jón Samsonarson, Ljóðmál. Fomir þjóðlífsþœttir. Reykjavík 2002, bls. 195-202. Grein Jóns um tófuvers Klemusar birtist fyrst í Griplu 6 (1984). Um tylftareið, sjá Jónsbók. Ritstjóri Ólafur Halldórsson. Kaupmannahöfn 1904/1970, bls. 278; Páll Sigurðsson, Þróun og þýðing eiðs og heitvinningar í réttarfari. Reykjavík 1978, bls. 101-16. 2 Jón Samsonarson, Ljóðmál, bls. 192-93.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.