Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.2003, Blaðsíða 203

Skírnir - 01.04.2003, Blaðsíða 203
SKÍRNIR SIGURÓP ANDSKOTANS EÐA REIÐI GUÐS? 197 hafnar og hafði verið þar áður við nám (43). Vert hefði þó verið, þessu til staðfestingar og til hliðsjónar við myndina af fyrstu blaðsíðu NKS 1842 4to (58), að birta mynd af handriti sem sannanlega er með hendi séra Jóns og líkist hinu, en ekki láta eftirfarandi fullyrðingu duga: „Samanburður handrita hefur ennfremur leitt í ljós að skrifari þessara orða var séra Jón Sigurðsson" (43). Hvaða handrit voru skoðuð? Jón skrifaði heilmikið fyrir Árna Magnússon árin 1726-1729 en síðar fyrir Hans Gram og sjálf- sagt fleiri, þar á meðal, að vænta má, Jakob Langebek sem átti NKS 1842 4to (44). Þannig eru handritin AM 116 fol. (Sturlunga saga) og AM 553 a 4to (Hávarðar saga) eignuð Jóni en skriftin í þeim báðum gjörólík píslar- söguskriftinni, sem og raunar innbyrðis! Hér á lesandi betra skilið og ekki síst fræðimenn sem vilja geta treyst niðurstöðum kollega sinna. Um leið og athugun á fylgigögnum er ófullnægjandi, þótt vönduð sé, er kynning á texta séra Jóns Magnússonar ekki nógu nákvæm. Mér þykir sennilegt að eiður Þuríðar haustið 1658, eða aðdragandinn að honum, hafi verið kveikjan að píslarsögunni, en af einhverjum ástæðum leggur Matt- hías hvergi mat á þetta atriði: „séra Jón settist við skriftir einhvern tíma árs 1658, eftir að halla tók undan fæti“ (31). Á það ekki helst við dóminn á Eyri um vorið eða meðferð málsins á alþingi? Nokkru síðar segir Matthías: „Klerkur ritar píslarsögu sína, sennilega veturinn 1658-1659“ (49). Þessu ber ekki saman. Þess er ekki einu sinni getið að heimamenn séra Jóns vottuðu píslarsöguna 25. maí 1659 (118-19) fyrr en alveg í lok bókarinnar, en þar sem fyrr er umsögn um söguna og fylgirit hennar óbærilega óskýr: Handritið 1842 4to nær hins vegar yfir fleiri verk, því auk píslarsög- unnar, sem undirrituð er 25. maí 1659 af klerki og heimamönnum hans, inniheldur það einskonar eftirmála, „Viðlit historíunnar þeirra seinni Djöfuls kvalræða", þar sem fjallað er um atburði eftir brennu Kirkjubólsfeðga og mál Þuríðar Jónsdóttur; klögunarbréf út af með- ferð á málum Þuríðar, undir heitinu „íslenskra laga og réttar proces- sus... einnig skjöl sem nefnast „Innlegg framlagt hér að Eyri“, en þau hafa sennilega verið lögð fyrir þing á Eyri vorið 1658, „Project eður inntak" og „Svar“ sem tengjast málum klerks fyrir lögréttu og prestastefnu á árunum 1658-1659; og loks ýtarleg ritgerð um galdra- mál í ljósi íslensks réttarfars, „Hugleiðingar mínar um uppspurn og eftirleitni galdramála“ (421). Þetta eru ekki aukaatriði og ég hefði gert þá kröfu til útgáfu sem vill vera meira en bara endurgerð á fyrri útgáfu að tímasetja skrif séra Jóns vand- lega með hliðsjón af framvindu málsins. Hér er lesendum látið eftir að spreyta sig. Utgáfan fylgir handritinu að því fráskildu að dómar í máli Kirkjubólsfeðga 9. og 11. apríl 1656, sem í handritinu eru á milli fyrri og seinni hluta píslarsögunnar, eru prentaðir með viðaukum. Samkvæmt of-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.