Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.2003, Blaðsíða 200

Skírnir - 01.04.2003, Blaðsíða 200
194 MÁR JÓNSSON SKÍRNIR ríki í Vogsósum eins og hann kemur fyrir í þjóðsögum (256-57) að ná- kvæmlega ekkert er á sögunum að byggja um sögutímann, hvorki atburði né viðhorf. Ólína lætur samt eftir sér að tengja þjóðsögur 19. aldar við 17. öldina: „Á meðan andleg og veraldleg yfirvöld ýttu undir helvítisótta og hótuðu skelfilegu kvalræði óstöðugum sálum reyndi alþýðan að vinna úr tilfinn- ingum sínum og trú með þeim hætti sem meðal annars birtist í munnmæl- unum“ (285). Munnmæli tilgreind á næstu blaðsíðum eru öll úr þjóðsög- um Jóns Árnasonar eða enn yngri (286-94). Drög að (ósannfærandi) rök- um birtast reyndar nokkru síðar: „Það tekur augljóslega tíma að skila áhrifunum inn í sagnahefðina. Það hve munnmælin geta verið síðbúinn vitnisburður leiðir óhjákvæmilega til þess að á tilteknum tímaskeiðum verður skörun milli menningarafurða (sagnamyndunar) og tíðaranda“ (321-22). Þetta líkist þvíjþegar fræðimenn álykta hitt og þetta um heiðið samfélag 10. aldar út frá Islendingasögum og öðru skrifi frá 13. og 14. öld á þeim forsendum að viðhorf og annað hafi breyst svo lítið frá söguöld til ritunaraldar. Á svipaðan hátt segir Ólína: „Þannig má segja að afleiðinga brennualdar gæti í munnmælum 19du aldar eins og brims er skellur á ströndu daginn eftir óveðursnótt" (310). Þetta gengur ekki upp í sögu- legri rannsókn, enda breyttust hugmyndir fólks um alla hluti með róttæk- um hætti á 18. öld, jafnt leikra sem lærðra, ríkra sem fátækra. Það er því ekki verjandi að nota þjóðsögur um galdra frá 19. öld sem vitnisburð um hugsanir fólks á 17. öld. Um þær getum við aðeins talað á grundvelli vitn- isburða úr samtíðinni. Hér og þar í bókinni jaðrar eiginlega við að Ólína tali illa um viðfangs- efnið. Nefnt er „þetta sérkennilega tímabil Islandssögunnar“ (119) og sagt að galdramálin séu „svartur blettur á íslandssögunni" (314). Skammirnar dynja á öldinni: „Þessi dæmi sýna svo ekki verður um villst hvílíkum feiknatökum galdraóttinn hefur náð á íslendingum þegar kemur fram á 17. öld, ekki síst þeim sem lærðir voru, enda djöfulsótti og helvítisógn allsráðandi í nánast hverri kirkju um sama leyti" (87). Þetta líkist hneyksl- unarorðræðu fræðikarla beggja megin við aldamótin 1900, svo sem Jónas- ar Jónssonar frá Hrafnagili (88) og Sigfúsar Blöndals, sem Ólína á einum stað tekur undir með: „Þannig fórust Sigfúsi Blöndal orð er hann rifjaði upp Kirkjubólsmálið í byrjun þessarar aldar og lái honum hver sem vill að orða hneykslun sína á málsmeðferð mannanna" (156). Svona viðhorf til fortíðarinnar byrgir sýn og torveldar skilning á viðfangsefninu. Önn- ur afleiðing þess er dramatíserandi en lýjandi orðalag sem hjálpar lesanda ekki neitt: „fjandinn losnar úr viðjum sínurn" (66); „fjandinn er laus“ (73); „um þær mundir sem logar galdrabálsins í Evrópu voru að teygja sig hingað til lands“ (75); „þegar allt ætlaði af göflum að ganga“ (85); „lék djöfullinn lausum hala“ (99).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.