Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 60

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 60
Á r n i H e i m i r I n g ó l f s s o n 60 TMM 2010 · 1 inu eftir 1945 höfðu mörg tónskáld leitað athvarfs í knöppum og rök­ réttum stílnum sem Arnold Schönberg hafði kynnt til sögunnar rúmum tveimur áratugum áður. Þar var tilfinningasemi látin lönd og leið og öllum tólf tónum skalans gert jafn hátt undir höfði. Jafnvel Ígor Stra­ vinskíj, sem áður hafði fetað gjörólíka braut afturhvarfs í nýklassískum stíl, lét til leiðast undir áhrifum yngri kynslóðarinnar sem boðaði „absolút seríalisma“, að ekki eingöngu tónhæð heldur dýnamík, nótna­ lengd og uppbygging skyldi vera formúlum háð. Í þessu umhverfi semur Magnús fyrsta íslenska raðtækniverkið, Fjórar abstraksjónir (1950). Rétt eins og hjá Webern getur formið vart orðið knappara; hver abstraksjón er ekki nema um hálf mínúta að lengd, en þó tekst Magnúsi að koma öllu haganlega til skila. Fyrsti og þriðji kaflinn eru ljóðrænir og melódískir, en í öðrum og fjórða kveður við ágengari tón. Þó fer tónskáldið ávallt gætilega að eyrum hlustandans; jafnvel þótt línurnar séu æði stórstígar heyrist sjaldan nema einn tónn í einu og því er hægara að greina hina lagrænu æð sem liggur gegnum verkið frá upphafi til enda. Magnús sneri heim árið 1954 en í Reykjavík voru fá tækifæri fyrir nýjungagjarnan tónsmið og hann mátti þola atvinnuleysi í hátt á annað ár. Við Ríkisútvarpið var honum boðin föst staða 1956 og hún létti af mestu brauðáhyggjunum en krafðist þess á móti að hann legði píanó­ leikinn að mestu á hilluna um hríð. Hann hélt þó áfram að semja tólf­ tónamúsík. Sönglagið Hendur (1956) og orgelverkið Ionization (1957) eru merkar tilraunir þar sem enn er farið eftir reglum Schönbergs í einföldustu mynd, formið er knappt, tónaröðin ýmist flutt óbreytt, aft­ urábak eða spegluð, og engum tóni ofaukið fremur en í píanóstykkjun­ um áður. Fleiri íslensk tónskáld tóku að spreyta sig á tólftónasmíðum um sama leyti. Við Tónlistarskólann í Reykjavík hafði Jón Þórarinsson kennt aðra og hefðbundnari tónsmíðaaðferð sem hann hafði numið af Paul Hinde­ mith við Yale­háskóla um miðjan fimmta áratuginn. Lögmál Hinde­ miths voru gamalt vín á nýjum belgjum; þótt tónalögmálin séu frjálsari en í eldri tónlist eru hefðbundin ómblíð tónbil, ferundir og fimm undir, undirstaða alls. Fagurfræðilegu gildin eru líka hin sömu: tónlistin ein­ kennist af góðri raddfærslu og kontrapunkti sem stundum hefur yfir sér fornt yfirbragð, hendingar eru mótaðar af smekkvísi og tónlistin felld í gömul form, sónötur, konsertar, sinfóníur, fúgur. Sú kynslóð íslenskra tónskálda sem kom fram á sjónarsviðið eftir heimsstyrjöldina síðari orti meira og minna öll í þessum stíl: Jón Nordal samdi Konsert fyrir hljóm- sveit (1949), Fjölnir Stefánsson Sónötu fyrir fiðlu og píanó (1954) og Leif­ ur Þórarinsson sönglög við ljóð úr Fögru veröld Tómasar Guðmunds­
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.