Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Síða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Síða 61
S t r a u j á r n i ð o g v i s k í f l a s k a n TMM 2010 · 1 61 sonar (1957). En þegar náminu hjá Jóni Þórarinssyni lauk opnuðust þeim nýjar víddir og allir áttu þeir eftir að semja í tólftónastíl, að minnsta kosti um hríð. Þótt piltarnir hrifust af aðferð Schönbergs átti hún lítinn hljómgrunn meðal íslenskra áheyrenda og jafnvel lærðir músíkantar fundu tónlistinni allt til foráttu. Sigurður Örn Steingríms­ son og Kristinn Gestsson léku Fantasíu Schönbergs fyrir fiðlu og píanó á tónleikum Musica Nova 1961 og tónlistardómari Þjóðviljans sagðist af því tilefni hafa sárvorkennt hljóðfærunum sem leikið var á: „… mér fannst oft eins og verið væri að kvelja kött í fjarska“.2 Af þremenningunum átti Jón Nordal skemmsta dvöl í ríki hins hreina seríalisma. Í Fiðlusónötu hans (1952) heyrist tólftónaröð í upphafi mið­ kaflans, en annars staðar eru áhrif Hindemiths enn merkjanleg. Straum­ hvörfin urðu þegar hann sótti tónsmíðanámskeið í Darmstadt í Þýska­ landi árið 1957. Þar hafði frá stríðslokum verið starfræktur sumarskóli í tónsmíðum þar sem nemendur gátu unnið að list sinni frjálsir undan þeim pólitíska þrýstingi sem hafði sett mark sitt á tónsköpun stríðsár­ anna. Darmstadt var kraumandi suðupottur þar sem Pierre Boulez, Karlheinz Stockhausen og Bruno Maderna diskúteruðu nýstárlegar hugmyndir sínar, og dvölin þar hafði djúp áhrif á Jón: „Þetta breytti öllu og ég hef í raun og veru aldrei samið neitt síðan sem að á ekki einhverj­ ar rætur í þessu.“3 Greinilegustu áhrifin má merkja í hljómsveitarverk­ inu Brotaspil sem kom flestum í opna skjöldu þegar það heyrðist fyrst í Háskólabíói 1962. Jón Þórarinsson, fyrrum lærimeistari tónskáldsins, skrifaði gagnrýni í Morgunblaðið og þótti tónsmíðin framandleg og tor­ skilin, jafnvel við nánari kynni. Hann minnti á að sama gilti um aðferð Schönbergs og „hvert annað „kerfi“, sem listamenn koma sér niður á og vinna eftir, að hún ein tryggir engu listaverki lífsandann“.4 Hér berg­ málar gagnrýnandinn orð Hindemiths í kennsluritinu Unterweisung in Tonsatz. Þar harmar hann uppgang tólftónastefnunnar sem byggist á tískustraumum og gangi „þvert á lögmál náttúrunnar“.5 Sjálfur var Jón Nordal fullur efasemda um hvert halda skyldi og lét ekki frá sér annað verk fyrr en að fjórum árum liðnum, Adagio fyrir strengi, píanó og hörpu, sem þykir almennt marka tímamót á ferlinum og upphaf hins persónulega stíls sem hefur einkennt verk hans upp frá því. Leifur Þórarinsson hélt afdráttarlausari tryggð við hreinan seríalisma og sótti tíma beggja vegna Atlantsála hjá mönnum sem stóðu framarlega í hinni nýju list. Í Vínarborg lærði hann hjá Hanns Jelinek sem hafði sjálfur numið bæði hjá Schönberg og Alban Berg og kenndi tólftóna­ fræði á námskeiðunum í Darmstadt; síðar fluttist Leifur til New York þar sem lærimeistari hans var Wallingford Riegger, einn helsti seríalisti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.