Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Síða 124

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Síða 124
Á d r e p u r 124 TMM 2010 · 1 um gengið brösuglega, en ég held óhætt sé að fullyrða að samstarf á sviði menningarinnar hafi verið farsælt og það meira að segja óvenjufarsælt miðað við hve leikurinn var ójafn að höfðatölu. Náið menningarsamstarf Íslands og Danmerkur hefst við siðbreytinguna, þegar æðsta vald í andlegum málefnum Íslendinga færist frá Róm til Kaup­ mannahafnar. Ætla mætti að þessu nána samstarfi hefði að mestu lokið á fyrri hluta síðustu aldar þegar þjóðin fékk heimastjórn, fullveldi og stofnaði að lokum lýðveldi 1944. Svo var þó ekki, og ekki heldur með lausn handritamáls­ ins um 1970. Merkileg samvinna tókst með dönskum lærdómsmönnum og íslenskum á sautjándu öld eftir að þeir höfðu komist á snoðir um þann sagnaauð sem bjó í íslenskum handritum. Þar er fyrstan af Dönum að nefna Ole Worm (1588– 1654), þótt hann væri ekki sá fyrsti sem fékk áhuga á íslenskum fræðum. Hann var endurreisnarmaður og fjölfræðingur, lengst af prófessor í læknisfræði en einnig mikill áhugamaður um rúnir og forn fræði. Hann og sagnfræðingurinn Stephan Hansen Stephanius (1599–1650) sóttu fróðleik um efni íslenskra sagnarita til Arngríms Jónssonar, Þorláks Skúlasonar biskups á Hólum, séra Magnúsar Ólafssonar í Laufási, Jóns lærða Guðmundssonar og fleiri. Árang­ urinn kom meðal annars fram í frægu riti Worms, Litteratura runica (1636) – eins og það er oftast nefnt þótt titillinn sé í raun miklu lengri – og í útgáfu Heimskringlu í danskri þýðingu norska prestsins Peders Claussön Friis (1545– 1614). Þessi útgáfa var prentuð í Kaupmannahöfn 1633. Worm stóð einnig að útgáfu fyrstu íslenskrar orðabókar, Specimen Lexici runici, sem kom út í Kaup­ mannahöfn 1650 og var í raun verk séra Magnúsar í Laufási. Jakob Benedikts­ son gaf út stórmerkileg bréfaskipti Worms við Íslendinga 1948 í ritröðinni Bibliotheca Arnamagnæana. Annar prófessor dálítið yngri en Worm, en líka áhugasamur um forn fræði, var Peder Hansen Resen (1625–1688). Hann sótti einkum aðstoð til Guðmund­ ar nokkurs Andréssonar en einnig séra Magnúsar í Laufási og Stefáns Ólafs­ sonar, og bar það starf ávöxt í fyrstu útgáfu Snorra Eddu, Edda Islandorum, sem kom út árið 1665. Textinn var fenginn frá séra Magnúsi og efnisskipan frábrugðin miðaldatexta, en þýðing á latínu og dönsku fylgdi. Samtímis gaf Resen út Völuspá og Hávamál ásamt þýðingum þessara kvæða á latínu, og vöktu þau þegar athygli. Þetta voru fyrstu útgáfur eddukvæða og leið alllangur tími áður en fleiri slík birtust á prenti. Þriðja ritverk frá 17. öld, sem mig langar að nefna, er verk Thomasar yngra Bartholin (1659–1690), Antiqvitatum danicarum de causis contempte a danis adhuc gentilibus mortis libri tres, 1689, (eða: „Þrjú bindi fornra heimilda um orsakir óttaleysis heiðinna Dana við dauðann“), en samstarfsmaður Bartholins var enginn annar en Árni Magnússon, sem á stúdentsárum sínum vann fyrir Bartholin og dró saman og þýddi fjölda tilvitnana í íslensk fornrit í þetta verk. Óhætt er að segja að Árni hafi með þessari vinnu fyrir Bartholin fengið fótfestu í dönskum fræðaheimi og skjótan frama að verðleikum. Þetta fræðastarf, sem ég hef nefnt dæmi um, einkenndist alla öldina af því
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.