Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Qupperneq 124
Á d r e p u r
124 TMM 2010 · 1
um gengið brösuglega, en ég held óhætt sé að fullyrða að samstarf á sviði
menningarinnar hafi verið farsælt og það meira að segja óvenjufarsælt miðað
við hve leikurinn var ójafn að höfðatölu.
Náið menningarsamstarf Íslands og Danmerkur hefst við siðbreytinguna,
þegar æðsta vald í andlegum málefnum Íslendinga færist frá Róm til Kaup
mannahafnar. Ætla mætti að þessu nána samstarfi hefði að mestu lokið á fyrri
hluta síðustu aldar þegar þjóðin fékk heimastjórn, fullveldi og stofnaði að
lokum lýðveldi 1944. Svo var þó ekki, og ekki heldur með lausn handritamáls
ins um 1970.
Merkileg samvinna tókst með dönskum lærdómsmönnum og íslenskum á
sautjándu öld eftir að þeir höfðu komist á snoðir um þann sagnaauð sem bjó í
íslenskum handritum. Þar er fyrstan af Dönum að nefna Ole Worm (1588–
1654), þótt hann væri ekki sá fyrsti sem fékk áhuga á íslenskum fræðum. Hann
var endurreisnarmaður og fjölfræðingur, lengst af prófessor í læknisfræði en
einnig mikill áhugamaður um rúnir og forn fræði. Hann og sagnfræðingurinn
Stephan Hansen Stephanius (1599–1650) sóttu fróðleik um efni íslenskra
sagnarita til Arngríms Jónssonar, Þorláks Skúlasonar biskups á Hólum, séra
Magnúsar Ólafssonar í Laufási, Jóns lærða Guðmundssonar og fleiri. Árang
urinn kom meðal annars fram í frægu riti Worms, Litteratura runica (1636) –
eins og það er oftast nefnt þótt titillinn sé í raun miklu lengri – og í útgáfu
Heimskringlu í danskri þýðingu norska prestsins Peders Claussön Friis (1545–
1614). Þessi útgáfa var prentuð í Kaupmannahöfn 1633. Worm stóð einnig að
útgáfu fyrstu íslenskrar orðabókar, Specimen Lexici runici, sem kom út í Kaup
mannahöfn 1650 og var í raun verk séra Magnúsar í Laufási. Jakob Benedikts
son gaf út stórmerkileg bréfaskipti Worms við Íslendinga 1948 í ritröðinni
Bibliotheca Arnamagnæana.
Annar prófessor dálítið yngri en Worm, en líka áhugasamur um forn fræði,
var Peder Hansen Resen (1625–1688). Hann sótti einkum aðstoð til Guðmund
ar nokkurs Andréssonar en einnig séra Magnúsar í Laufási og Stefáns Ólafs
sonar, og bar það starf ávöxt í fyrstu útgáfu Snorra Eddu, Edda Islandorum,
sem kom út árið 1665. Textinn var fenginn frá séra Magnúsi og efnisskipan
frábrugðin miðaldatexta, en þýðing á latínu og dönsku fylgdi. Samtímis gaf
Resen út Völuspá og Hávamál ásamt þýðingum þessara kvæða á latínu, og
vöktu þau þegar athygli. Þetta voru fyrstu útgáfur eddukvæða og leið alllangur
tími áður en fleiri slík birtust á prenti.
Þriðja ritverk frá 17. öld, sem mig langar að nefna, er verk Thomasar yngra
Bartholin (1659–1690), Antiqvitatum danicarum de causis contempte a danis
adhuc gentilibus mortis libri tres, 1689, (eða: „Þrjú bindi fornra heimilda um
orsakir óttaleysis heiðinna Dana við dauðann“), en samstarfsmaður Bartholins
var enginn annar en Árni Magnússon, sem á stúdentsárum sínum vann fyrir
Bartholin og dró saman og þýddi fjölda tilvitnana í íslensk fornrit í þetta verk.
Óhætt er að segja að Árni hafi með þessari vinnu fyrir Bartholin fengið fótfestu
í dönskum fræðaheimi og skjótan frama að verðleikum.
Þetta fræðastarf, sem ég hef nefnt dæmi um, einkenndist alla öldina af því