Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Side 5

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Side 5
TMM 2009 · 2 5 Páll Skúlason Hvers konar samfélag viljum við? Hér verða reifaðar nokkrar hugmyndir og hugsjónir sem ég tel að við eigum að hafa að leiðarljósi við uppbyggingu íslensks samfélags á næst- unni.1 Hugmyndirnar lúta að því hvernig við skiljum sjálf okkur og samfélagið, en hugsjónirnar tengjast beint þeim gildum sem ég tel brýnt að leggja sérstaka rækt við í samfélagi okkar. Áður en komið er að einstökum hugmyndum og hugsjónum vil ég nefna það sem ég tel vera meginhlutverk stjórnmála, en það er að sjá til þess (1) að opinber umræða fari fram um sameiginleg mál okkar, (2) að við mótum skynsamlegar leiðir til að taka ákvarðanir í sameiginlegum málum okkar og (3) að við vinnum markvisst að því að skapa samfélag þar sem fjölbreytt mannlíf fær dafnað og sátt ríkir um viss grundvallar- gildi. Stjórnmálaflokkur er samkvæmt þessum skilningi samtök sem vilja hafa áhrif á það hvernig stjórnmálin eru stunduð, hvernig við ræðum um sameiginleg mál, hvaða leiðir við höfum til að taka ákvarð- anir um þau og vinna að eflingu samfélagsins. Þetta er í mínum huga það sem mestu skiptir til skilnings á hlutverki stjórnmála og þeirra sem taka þátt í þeim. Við lifum saman, deilum lífinu, og komumst ekki hjá því að hugsa um og ræða hvað er okkur sem heild fyrir bestu, hverjir séu okkar sameiginlegu hagsmunir, hver sé almannaheill. Það segir sig sjálft að þetta verkefni verður ekki leyst í eitt skipti fyrir öll. Við verðum sífellt að takast á við það vegna þess að það koma stöð- ugt upp nýjar aðstæður sem skapa okkur óvænt úrlausnarefni sem við verðum að bregðast við sameiginlega. Þess vegna er ný sköpun hvergi brýnni en í stjórnmálum, þar þurfa menn endalaust að leita nýrra leiða til að móta samlífið, setja niður ágreining, bregðast við atburðum líð- andi stundar. Stjórnmál snúast eðli sínu samkvæmt um það sem á sér stað hér og nú, þau beinast að staðbundnum og tímabundnum aðstæðum eða upp- TMM_2_2009.indd 5 5/26/09 10:53:21 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.