Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 11

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 11
H v e r s k o n a r s a m f é l a g v i l j u m v i ð ? TMM 2009 · 2 11 Efnahags-, stjórnmála- og andlega sviðið vísa hvert á annað og þarfn- ast hvert annars. Á efnahagssviðinu snúast málin um hvað hægt er að gera og hvað er ekki hægt, hvað er mögulegt og hvað er ómögulegt. En það er því miður ekkert á þessu sviði sem segir okkur hvort við eigum að gera allt sem við getum gert né hvað við megum og hvað við megum ekki til að skaða ekki samfélagið. Einmitt hér kemur stjórnmálasviðið til sögunnar þar sem sett eru lög og reglur um hvað leyfilegt sé og hvað sé óleyfilegt, réttmætt eða óréttmætt, miðað við meinta hagsmuni þjóð- félagsins í heild en ekki sérhagsmuni tiltekinna hópa. Hér eru það ákveðnar stofnanir sem setja lögin og reglurnar og framfylgja þeim. En engin mannleg stofnun getur samt ákveðið hvað sé gott eða illt, satt eða ósatt, fagurt eða ljótt, rétt og rangt. Hér kemur andinn til sögunnar og hið andlega svið, sem við öll tökum þátt í með hugsunum okkar, tilfinn- ingum og tjáningu. Hið andlega svið takmarkar þannig svið stjórnmál- anna, setur þeim mörk og bannar þeim að skipta sér af hinum andlega veruleika, þar sem æðsta gildið hefur frá fornu fari verið talið ástin eða kærleikurinn. Stjórnmálasviðið á svo að takmarka svið efnahagskerfis- ins, setja því lög og reglur í samræmi við þau siðferðilegu gildi og hug- myndir sem takmarka sjálf stjórnmálin og setja þeim mörk og mið. Það sem mestu skiptir í efnahagslífi og stjórnmálum er að sett séu markmið sem eru í samræmi við þau gildi sem við skynjum og finnum, sköpum og virðum í andlegu lífi okkar. Ef menn móta efnahagslífið og stjórnmálin án þess að skeyta um lífsgildin sem í húfi eru í hinum andlega veruleika, þá stefna menn samfélagi sínu í voða. Hinn nýi hugsunarháttur, sem ég er að kalla eftir, byrjar á hinum andlegu lífsgildum, ekki síst hinum siðferðilegu, og skoðar stjórnmálin og efnahagsmálin í ljósi þeirra. Hér skiptir öllu máli að vera raunsæ: Á efnahagssviðinu keppa menn eftir veraldargróða og munu einskis láta ófreistað til að fá hann; efnahagssviðið á sér engar innri hömlur eða siðferðileg aðvörunarljós sem koma vitinu fyrir menn þegar þeir ætla sér um of. Á sviði stjórnmálanna gildir það sama; á meðan við búum við kerfi sem færir örfáum einstaklingum sem stýra stjórnmálaflokkunum gífurleg völd til að taka ákvarðanir í sameiginlegum málum okkar, þá munu þeir gera það og ekki láta einfaldar og skýrar siðareglur um jafn- ræði, lýðræði og samráð flækjast fyrir sér. Andleg og siðferðileg sköpun samfélagsins á að vera í höndum þeirra sem leggja sig stöðugt eftir að hugsa og ræða um sameiginleg málefni með almannaheill að leiðarljósi. Og þennan hóp fylla allar hugsandi konur og karlar sem vita að lýðræði, jöfnuður og samvinna eru þær hug- sjónir sem vísa okkur veginn til þess samfélags sem við viljum og þráum. TMM_2_2009.indd 11 5/26/09 10:53:22 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.