Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 17
K ó l f u r i n n TMM 2009 · 2 17 krukku fóru svo nokkrar af lúsunum, og lifrarflísar úr einu af pestar- dauðu gamalmennunum í þá þriðju. Á einungis nokkrum vikum hafði lækninum þannig áskotnast þrjár nýjar krukkur til að rannsaka. Brátt var þessi pest lúsanna í rénun; gert var sameiginlegt átak til að þrífa hvern krók og kima húsanna í bænum og útrýma rottunum. Og fljótlega gekk lífið aftur sinn vanagang – allt þar til eina myrka rign- ingar nóttina að kirkjuklukkan byrjaði að hringja. Líkt og í fyrra skiptið hófst hringingin skömmu eftir miðnætti, og í kjölfarið vatt fram svipuðu og áður: meðhjálparinn, presturinn og nokkrir af nágrönnum kirkjunnar söfnuðust fyrstir saman við torgið, horfðu jafnvel skelkaðri en fyrr upp í klukkuturninn, en í þetta skiptið þorðu þau ekki inn heldur biðu komu lögreglunnar. Þegar hún kom á svæðið fór hún ásamt prestinum upp í turninn þar sem allar aðstæður voru hinar kunnuglegustu: nokkrir flækingshundar hímdu skömm- ustulegir og ýlfrandi uppi við einn vegginn, en niður úr klukkunni hékk ungabarn, svipað hinu fyrra – höfuðið mót gólfi og andlitið nagað, blóð- hvítt sár. En að þessu sinni hafði kviður barnsins sloppið úr hylkinu sínu, lá í blágrænni, rjúkandi hrúgu á gólfinu fyrir neðan höfuð þess og við ágang hundanna höfðu iðrin tvístrast hingað og þangað um her- bergið. Innst í kviðarholinu, í dimmrauðu myrkrinu, glampaði svo á kólfinn – þann hinn sama og hafði verið fjarlægður úr fyrra barninu og hengdur aftur í reipið. Presturinn krossaði sig og þegar læknirinn kom á svæðið hafði lög- reglan ásamt með prestinum og öllum viðstöddum dregið sig í hlé fram á stigaganginn til að kúgast þar undan því sem þeir sáu, og stækri eld- inga- og iðralyktinni. Þannig bættist annar heili í safn læknisins, og fjórða krukkan, en hvorki rannsóknin né krufningin skiluðu nokkrum áþreifanlegum nið- urstöðum umfram það sem var fyrr. Að þessu sinni var meiri áhersla lögð á að rannsaka kirkjuna, þar sem líkurnar þóttu hafa aukist verulega á að um morð væri að ræða, en ekkert fannst markvert nema ný sprunga í útvegg kirkjunnar – hinum megin við altarið frá þeirri sem var áður og hafði verið lokað, og skýrði innkomuleið hundanna. Menn gerðust nú opnari fyrir óvenjulegum kenningum, og tiktúrur á borð við að rekja upp reipið sem kólfurinn og barnið héngu í þóttu fjarri því heimskulegar, þær höfðu ef svo má segja sína möguleika sem enginn vissi þó hverjir voru – ekki nákvæmlega. Eftir rannsókn á þráðum reip- isins, virtist lækninum sem neðsti hluti þess væri að einhverju leyti líf- rænn – líktist raunar kjöti – og þeim mun frekar eftir því sem nær dró kólfinum. Að auki lýsti hann fyrir lögreglunni torkennilegri vefjagerð TMM_2_2009.indd 17 5/26/09 10:53:22 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.