Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 19
K ó l f u r i n n TMM 2009 · 2 19 Jú, auðvitað hélt lífið áfram; fólk var almennt yfirvegað í afstöðu sinni og skildi að sumt mátti útskýra en annað ekki, og líklega spratt óttinn ekki af neinu nema þessari óvissu sem einkenndi málið. – Og kannski voru sumir bara of forvitnir, eða kannski voru takmörk fyrir því hversu lengi hægt var að láta hugann reika um slíka atburði án þess að láta tæl- ast að minnsta kosti af og til – og í óþökk prestsins – yfir til dekkri hlið- arinnar: þeirrar sem sagði að einn daginn myndir þú líka deyja og þyrftir að standa skil á lífi þínu, að kannski rynni þessi dagur upp fyrr en þú ætlaðir, og að hann myndi jafnvel hafa eitthvað að gera með þessa dularfullu atburði í klukkuturninum. Allt voru þetta getgátur, en eitthvað á þessa leið byrjuðu hugsanir fólks nú að hrekjast, þannig byrjaði óttinn að laumast inn í spjall þess, eins og það væri gefið að nú væri hafin atburðarás sem sæi ekki fyrir endann á, væri tiltölulega slæm hreinlega, sem enginn vissi í raun haus eða sporð á og enginn hafði séð fyrir – ekki einu sinni gáfaði sonur bæjar stjórans sem hékk alltaf á barnum. „Atburðarás,“ sagði fólk, en hvert stefndi hún? Til hvaða endis? Frá hvaða upphafi? Þótt blaðrið og kenningasmíðin héldu áfram bar þetta nú svo sterkan keim af örvæntingu að sumir byrjuðu að forðast að ræða „atburðina“, eins og þeir hétu núna, og þannig tók jafnvel þögnin að gerast viðsjár- verð. Það lá eitthvað í loftinu. 3. kafli Og þetta í loftinu steig svo einn daginn til jarðar: skömmu eftir að seinna barnið hafði verið jarðað, byrjaði kornið á einum akranna skammt frá greftrunarstaðnum að visna og drepast. Við nánari rann- sókn virtist sem myglusveppur legðist á kornið, og smitaðist um akrana og jafnvel langar vegalengdir á milli þeirra. Bændurnir lögðu eld að sýktu svæðunum til að hindra frekari útbreiðslu sveppsins, en um kvöldið byrjuðu þátttakendur í þessum bálförum að veikjast, lágu í rúminu yfir nótt og létu illa en voru dánir undir morgun. Enn kom til kasta læknisins sem nú var úthlutað aðstoðarmönnum af bæjarstjóranum og sendur í ferðalag um eyjuna til að safna líkunum og hindra útbreiðslu óværunnar. Hinir dánu voru að miklum meirihluta bændur og vinnufólk þeirra. Sveitabæirnir voru ýmist þöglir eða fullir af langdregnu ískri, niðurbældum gráti í lokuðum herbergjum; fólkið á eyjunni var ekki mikið fyrir að sýna tilfinningar sínar. Læknirinn, vandlega hulinn á bak við grisju, lét safna líkunum á yfir- TMM_2_2009.indd 19 5/26/09 10:53:22 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.