Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Qupperneq 20

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Qupperneq 20
S t e i n a r B r a g i 20 TMM 2009 · 2 breidda kerru og tók með sér í bæinn sem hafði verið umkringdur og víggirtur til að hindra aðgang sýktra einstaklinga en hann var enn að mestu laus undan hroðanum. Hann vann út frá kenningu um að það sem lagst hefði á akrana hefði nú tekið upp á því að smitast í menn. Atburðarásin virtist í öllum tilfellum sú sama: eftir vinnu á ökrunum hafði viðkomandi kvartað undan ógleði og hausverk, svo svefnleysi, doða í mjóbaki sem breiddist niður eftir fótum og um allan líkamann; um morguninn – hálfum sólarhring eftir að hafa yfirgefið akrana – var svo eins og viðkomandi kafnaði í eigin blóði, hljóðlega. Læknirinn hafði grun um að Plága – sú fyrsta á ferli hans – væri í þann mund að þurrka burt megnið af íbúum eyjunnar. Öllum líkunum nema tveimur kom hann fyrir í kæligeymslu en fór svo á krufningarstofuna sína, fullur af eftirvæntingu og viðbjóði, að skera í miðaldra bónda sem virtist dæmigert tilfelli. Hitt líkið var af unglingsstelpu sem hafði dáið á innan við klukkutíma frá fyrstu ein- kennum. Fyrstu klukkutímana virtist lækninum að skýringin, samkvæmt handbókunum hans, væri sjúkdómur kallaður korndrjóli, sem fól í sér tiltekna gerð svepps sem lagðist á korn, át í sig kolefni plöntunnar, en skaut svo út grói og dreifði sér um loftið; á næsta stigi hafði það gerst – þótt slíkt væri ekki algengt – að sveppurinn smitaðist í menn, færi inn um öndunarfærin, og maukaði í framhaldi lungun og innyflin. En þessar hugrenningar viku fljótlega fyrir ægilegri fegurð verunnar sem birtist úr öðru líkinu. Læknirinn var bograndi yfir opnum lungum stúlkunnar – skóf úr þeim dularfull, moldarþefjandi þykkildi – þegar hann tók eftir því hvernig andlit bóndans á næsta borði virtist vera að breytast: fellingar komu í augun, þau þornuðu og sigu inn á við; lágvært suð barst út um nasirnar og munninn, sem minnti lækninn á ætingar- hljóðið frá sýru, og húðin ofan á hvirflinum, þar sem höfuðbeinin þrjú komu saman, byrjaði að bunga – líkt og eitthvað vildi þröngva sér út um örsmáa rifuna. „Sálin, sálin …“ muldraði læknirinn í uppnámi sínu, tók að hopa undan líkinu, krossaði sig af áfergju og horfði á dökkleitan, gljáandi hnúðinn – sem óneitanlega líktist höfði svepps – vaxa upp um hvirfil mannsins, fyrst varfærnislega en svo hraðar og beint upp í loft. Sá hluti kenningarinnar að um væri að ræða svepp virtist réttur og augljóslega svo, en þetta sem hann hafði fyrir augunum var hvergi að finna í neinni handbók. Af ummerkjum úr sveitunum, mænu stúlkunnar og hinu og þessu smálegu, virtist lækninum vissulega rétt að gró hefðu borist inn um öndunarfæri og þaðan smitast um blóðrásina, en það sem hafði TMM_2_2009.indd 20 5/26/09 10:53:22 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.