Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Qupperneq 22

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Qupperneq 22
S t e i n a r B r a g i 22 TMM 2009 · 2 Þegar bærinn virtist líflaus sneri yfirstéttin til baka með grisjur sínar, og svipaðist um. Menn, dýr, jafnvel flugur lágu alls staðar á dreif um göturnar og inni í húsunum; öll skrýddust þau fínstilkuðum sveppi upp úr höfðinu, og gróið lá eins og silfruð þoka yfir bænum. Að nokkrum dögum liðnum hafði vindurinn blásið burt gróunum. Eftirlifandi íbúar eyjunnar tóku að safnast saman og í ljós kom að hátt í hundrað manneskjur höfðu lifað af pláguna, flestar með því að einangra sig og sveipa klæðum fyrir andlit. Án þess að taka niður grímurnar hóf þetta fólk, undir stjórn bæjarstjórans, að hreinsa burt hræin og draga þau saman í hauga: einn fyrir kýr og hesta, einn fyrir fugla, hunda, fiski- flugur og vespur og býflugur, og einn fyrir menn. Svo kveiktu þau í. Um kvöldið stóð presturinn yfir enn einum formlausum haugnum á aðalgötu bæjarins, og í sama mund og hann lyfti hendinni til að hefja upp raust sína og kveðja þessar ólánsömu verur, byrjaði kirkjuklukkan að hringja í þriðja sinn – óreglulega og hratt, en þó var ekki frá því að nú tæki hringinguna fljótar af en áður. Í þetta skipti var enginn meðhjálpari til að ganga fyrstur, og enginn lögregluþjónn – þeir lágu í hrúgunni framan við prestinn, meterslangur, glenntur sveppur upp um höfuð þeirra. Presturinn, ásamt lækninum og nokkrum öðrum, neyddi sig mót þögn kirkjuklukkunnar og gekk fyrst- ur upp stigann, dauðinn að baki honum og dauðinn framundan. Allt var breytt, en þó tók það prestinn svolitla stund að skilja í hverju breytingin fólst: sem fyrr hékk eitthvað niður úr klukkunni og líktist barni, var á stærð við barn og draup blóði sem var rautt eins og í barni, en þetta var ekki barn: niður úr klukkunni hékk hundur, eitt af ræksn- unum sem höfðu dregist þarna inn; um háls hans var vafið reipi, en afturlappirnar dingluðu mót gólfi og kipptust af og til í dauðateygjunum út í loftið. Hinir hundarnir voru úti í horni og eitthvað í hegðun þeirra hafði breyst – þeir hlupu ekki lengur órólegir meðfram veggjunum held- ur sátu grafkyrrir, og í stað vælsins áður barst frá þeim lágt urr. En það var eitthvað meira – eitthvað sem presturinn kom ekki fyrir sig. Hann skimaði yfir hundana, rýndi framan í hvern þeirra fyrir sig, og svo kom hann loksins auga á það: barnið. Í miðjum hundahópnum sat barn og horfði á hann, af svipleysi – nei svo algerri og djúpri fjarveru að prest- urinn gleymdi hver hann var, og heimurinn byrjaði að snúast og hverfa. Svipleysið varð að glotti en þá skyndilega var eins og tjöld drægjust fyrir – hvítan kom upp í augum barnsins og það lagðist á hliðina í gólfið, byrj- aði að froðufella og hristast í krampa. Presturinn kom aftur til sjálfs sín, lyfti stafnum og óð ásamt lækn- inum inn í miðjan hundahópinn og þreif til sín fölt barnið. Svo flýttu TMM_2_2009.indd 22 5/26/09 10:53:22 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.