Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 24
S t e i n a r B r a g i 24 TMM 2009 · 2 saman utan við húsið. Svo brakaði í rúminu þegar barnið hóf að hnykkja fram mjöðmunum og höfðinu til skiptis og kólfurinn lyftist og slóst við brjóstið með þungum dynk – allt eins og af kátínu og án þess að hafa augun af lækninum. Loks stökk það fram úr rúminu, kjagaði eða hálf- hljóp eins og lítill api í hringi yfir gólfið fyrir framan lækninn, líkaminn ennþá illa lagaður til hreyfingar, lappirnar framstæðar og bognar, höf- uðið afkáralega stórt, alltof stór tittlingurinn og kólfurinn ómögulega þungur – en barnið virtist ekki finna fyrir þessu. Þá tók það á rás út úr herberginu og læknirinn horfði á eftir því inn um dyrnar að kompunni þar sem hann geymdi krukkurnar og sýnin. Hann kom í humátt á eftir og sá það ganga að nýju krukkunum sem geymdu meðal annars lýsnar, gamalmennalifrina, hundaóðu rottuna – og heilana úr fyrri börnunum tveimur. Barnið prílaði upp í hillurnar og um leið gaf það frá sér hljóð: „Bræður mínir voru ekki óþarflega vitlausir,“ tísti í barninu, eða svo heyrðist lækninum – rödd þess var klemmd og skær, ekki svo ósvipuð röddinni í glaðlegri mús, eða þetta ímyndaði hann sér. Svo horfði hann á barnið opna krukkurnar og stinga upp í sig fölbláum heilasveskjunum, velkja þeim um kjaftinn á sér og tyggja íhugult en af festu. „Hvað …“ byrjaði læknirinn máttleysislega en þagnaði svo, hafði loksins rænu á að sjá aðstæðurnar eins og utanfrá og vissi hversu afkára- legt þetta væri allt saman, hversu óumræðilega illt. Hann hélt ennþá um skurðhnífinn og herti nú á honum takið, sendi lítinn neyðargeisla upp til guðs síns í formi bænar og gekk svo að barninu. Hann byrjaði að stinga hnífnum í áttina að höfði þess, reyndi að ná inn í augun eða draga yfir hálsinn. Það næsta sem hann vissi var að grisjan var horfin framan úr honum og hann fann andardrátt barnsins við andlit sitt: rakt, silfrað loft sem lyktaði eins og haustmorgun yfir ruslahaugunum í Pus, Gásj- úng eða Minsk, eða síðasta andvarpið sem barst úr rassgati ormétins dráttarklárs. Dauðinn streymdi inn um vit læknisins þar til barnið sleppti á honum takinu og hann hallaði sér fram, kúgaðist lítillega en féll svo dauður í gólfið. Barnið yfirgaf hús læknisins, staðnæmdist á tröppunum fyrir framan og teygði hendurnar upp í loft eins og það væri nývaknað. Svo dró það ofan í sig náfýluna sem lá ennþá yfir bænum, horfði í kringum sig en gekk svo af stað eftir aðalgötu bæjarins. Hvar sem barnið átti leið hjá drógust eftirlifendur að gluggum eða dyrum húsa sinna, líkt og þau fyndu á sér að stundin væri runnin upp. Fólkið starði á þetta viðrini, kólfinn sem dinglaði um háls þess og þá tugi eða hundruð flækings- hunda sem nú streymdu inn í bæinn úr skógunum umhverfis, af ökr- TMM_2_2009.indd 24 5/26/09 10:53:23 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.