Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Qupperneq 34

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Qupperneq 34
H e n r y D av i d Th o r e a u 34 TMM 2009 · 2 hjá. Það eru níuhundruð níutíu og níu velunnarar dyggðarinnar á móti hverjum dyggðugum manni, en það er auðveldara að eiga við raunveru- legan eiganda en þann sem aðeins fer með tímabundin fjárforráð. [11] Atkvæðagreiðsla er nokkurs konar spil eða leikur, líkt og damm- tafl eða kotra, með örlitlum siðgæðisblæ, spiluð um rétt og rangt, um siðferðilegar spurningar, og auðvitað er eitthvað lagt undir. Mannkostir kjósandans eru ekki lagðir að veði. Ég greiði atkvæði, ef til vill eins og ég tel réttast, en mér er ekki alvarlega umhugað um að réttlætið nái fram að ganga. Ég get vel fallist á að þar fái meirihlutinn að ráða. Honum ber því aldrei skylda til að gera meira en það sem hentugt þykir. Jafnvel þótt greitt sé atkvæði með réttlætinu er það ekki að gera neitt. Það er aðeins að sýna öðrum af veikum mætti hvað manni finnst að eigi að ná fram að ganga. Vitur maður lætur það ekki vera tilviljunum háð, né felur slíkt á vald meirihlutanum. Það er ekki mikil dyggð fólgin í gerðum flestra manna. Þegar að því kemur að meirihlutinn samþykki í atkvæðagreiðslu að afnema þrælahald, verður það vegna þess að sá meirihluti er skeyt- ingarlaus um þrælahald eða vegna þess að lítið verður orðið um þræla til að veita frelsi með atkvæðagreiðslunni. Þeir sem atkvæði greiða verða þá einu þrælarnir. Einungis atkvæði þess sem leggur frelsi sitt að veði getur flýtt fyrir afnámi þrælahalds. [12] Ég hef heyrt af samkomu sem halda á í Baltimore16, eða hver veit hvar, þar sem velja á forsetaframbjóðanda og samkomuna eiga aðallega að sækja ritstjórar og atvinnustjórnmálamenn, en ég hugsa með mér hvort það skipti nokkurn sjálfstæðan, greindan og virðingarverðan mann máli að hvaða niðurstöðu þessi menn komast? Fáum við ekki að njóta visku hans og greindar hvort sem er? Getum við ekki reitt okkur á sjálfstæð atkvæði? Eru ekki margir hér á landi sem taka ekki þátt í ráð- stefnum? En nei, ég kemst að því að hinn virðingarverði maður, svo kallaður, hefur þegar vikið frá sannfæringu sinni og örvæntir um þjóð sína þegar þjóðin hefur meiri ástæðu til að örvænta um hann. Hann lítur strax á frambjóðandann sem þannig er valinn sem eina tiltæka manninn og verður þannig sjálfur lýðskrumaranum tiltækur til hvers sem er. Atkvæði hans er hreint ekki meira virði en atkvæði hvaða sam- viskulausa útlendings sem vera skal eða þá innlends leiguþýs sem keypt hefur verið. Ó, ef til væri maður, sem eins og nágranni minn sagði, hefði meira bein í nefinu en svo að blési í gegnum það! Það er ekkert að marka tölfræðilegar upplýsingar: íbúafjöldinn er ofmetinn. Hversu margir menn eru á hverjar þúsund fermílur í þessu landi? Varla einn. Er mönn- um einhver hvatning að setjast að í Bandaríkjunum? Bandaríkjamað- urinn er orðinn að góðtemplara17 – manni sem þekkja má af því hve TMM_2_2009.indd 34 5/26/09 10:53:23 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.