Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 41

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 41
B o r g a r a l e g ó h l ý ð n i TMM 2009 · 2 41 fjárkröfu sína á sama hátt og það gerði fyrir kirkjuna. Að beiðni borgar- ráðsmannanna fór svo að lokum að ég laut svo lágt að gefa skriflega yfirlýsingu sem hljóðaði eitthvað á þessa leið: „Hér með gjörist kunnugt að ég, Henry Thoreau, óska ekki eftir að vera álitinn félagi í neinu því félagi sem ég hef ekki gengið í.“ Þetta afhenti ég bæjarritaranum og hann er með það. Síðan ríkið gerði sér á þennan hátt grein fyrir að ég vildi ekki að litið væri á að ég tilheyrði þessari kirkjudeild, hefur það ekki gert neinar kröfur í þá átt, þótt það hefði áður sagt að það yrði að standa við ályktun sína. Hefði ég kunnað nöfnin, hefði ég lýst mig frá öllum þeim félögum sem ég hafði aldrei gengið í, en ég vissi ekki hvar ég fyndi tæm- andi lista yfir þau öll. [13] Ég hef ekki greitt kosningaskatt í sex ár. Eitt sinn var ég fangels- aður vegna þessa í eina nótt31, og þar sem ég stóð og virti fyrir mér tveggja eða þriggja feta þykka, rammgerða veggina, járnslegna tré- hurðina fet á þykkt og járnrimlana sem heftu dagsbirtuna, þá fór ekki hjá því að mér yrði hugsað til hversu heimsk sú stofnun væri sem kæmi fram við mig eins og ég væri ekkert annað en kjötskrokkur sem hægt væri að læsa inni. Ég velti fyrir mér hvort aldrei hefði verið alvarlega athugað hvort þetta væri besta aðferðin til að nýta krafta mína og aldrei hefði komið til greina að nýta þjónustu mína á einhvern hátt. Ég sá að ef múrveggur væri milli mín og bæjarbúa, þá væri annar og illkleifari og óbrotgjarnari sem þeir þyrftu að brjótast gegnum áður en þeir yrðu jafn frjálsir og ég. Mér fannst ég ekki innilokaður eitt augnablik og veggirn- ir virtust hrein sóun á grjóti og steinlími. Mér fannst eins og ég væri sá eini í bænum sem greitt hefði skattinn. Greinilegt var að þeir vissu ekki hvernig koma ætti fram við mig og hegðuðu sér eins og hverjir aðrir undirmálsmenn. Í hverri ógnun og hverju hrósi fólust mistök vegna þess að þeir héldu að ég óskaði þess heitast að standa hinum megin við múrvegginn. Ég gat ekki varist brosi við að sjá hversu vandlega þeir læstu dyrunum á hugleiðingar mínar sem fylgdu á hæla þeirra viðstöðu- og hindrunalaust en voru það eina sem var í raun hættulegt. Þar sem þeir gátu ekki náð til mín höfðu þeir ákveðið að refsa líkama mínum, alveg eins og smástrákar sem ekki geta slegist við einhvern þann sem þeim er illa við og níðast þess vegna á hundinum hans. Ég sá að ríkið var fáráðlingur, að það var jafn hrætt og einstæð kona um silfurskeiðarnar sínar, að það þekkti ekki vin frá óvini og ég missti alla þá virðingu sem ég hafði fyrir því og vorkenndi því. [14] Af þessu sést að ríkisvaldið höfðar aldrei til skynsemi manns, hvorki vitsmunalegrar né siðferðilegrar, aðeins til líkama hans, skiln- ingarvitanna. Það hefur ekki til að bera æðri vitsmuni eða heiðarleika, TMM_2_2009.indd 41 5/26/09 10:53:24 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.