Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Qupperneq 44

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Qupperneq 44
H e n r y D av i d Th o r e a u 44 TMM 2009 · 2 valdið. Ég sá skýrar heimaríki mitt. Ég sá hversu vel mætti treysta fólk- inu í kringum mig sem nágrönnum og vinum, þeir væru aðeins vinir í velgengni, að þeim væri ekki mikið í mun að breyta rétt, þeir væru mér fjarskyldur kynþáttur vegna fordóma sinna og hjátrúar, líkt og Kínverj- ar eða Malæjar, að í fórnfúsu starfi sínu fyrir mannkynið tækju þeir enga áhættu, legðu ekki einu sinni eignir sínar að veði, þegar allt kæmi til alls væri göfuglyndi þeirra ekki mikils virði, þeir kæmu fram við þjófinn eins og hann hafði komið fram við þá og vonuðu að með því að sýna ákveðna breytni að vitbættum nokkrum bænum, með því að ganga við og við ákveðna beina en gagnslausa braut gætu þeir bjargað sálu sinni. Þetta kann að þykja harður dómur yfir nágrönnum mínum vegna þess að ég held að margir þeirra hafi ekki gert sér grein fyrir að önnur eins stofnun og fangelsi sé í þorpinu þeirra miðju. [7] Þegar fátækur þorpsbúi kom úr skuldafangelsi tíðkaðist það áður fyrr að kunningjar hans heilsuðu honum með því að horfa á hann í gegnum krosslagða fingur og áttu þeir að tákna rimlana fyrir fangelsis- gluggann. „Góðan og blessaðan daginn.“ Nágrannar mínir heilsuðu mér ekki á þennan hátt en horfðu fyrst á mig og síðan hver á annan eins og ég væri að koma úr langri ferð. Ég var fangelsaður þegar ég var á leið til skósmiðsins til að sækja skó úr viðgerð. Þegar mér var hleypt út morg- uninn eftir, fór ég fyrst og lauk við erindið og þegar ég var búinn að fara í nýviðgerðan skóinn fór ég í berjamó að tína steinabláber með fólki sem var óðfúst, að ég stýrði för þeirra, og hálfri stundu seinna – því ekki tók langan tíma að ná í hestinn – var ég í miðri berjabreiðu á einni af hæstu hæðunum við bæinn um tvær mílur í burtu og þar var ríkisvaldið hvergi að sjá. [8] Og þar með lýkur sögunni af „Fangavist minni.“34 [9] Ég hef aldrei neitað að greiða vegaskatt vegna þess að mér er jafn mikið í mun að vera góður granni og mér er annt um að vera slæmur þegn, og hvað viðvíkur greiðslum til skólastarfs þá legg ég nú mitt að mörkum til að mennta samlanda mína. Það er ekki út af neinum ákveðnum lið í kosningaskattinum sem ég neita að borga hann. Ég vil einfaldlega neita að sýna ríkinu hollustu, draga mig í hlé og standa álengdar frá því á þann hátt að það hafi áhrif. Ég kæri mig ekki um að rekja í hvað dollarinn minn rennur, jafnvel þótt ég gæti, þar til hann kaupir mann eða byssu til að skjóta annan með – dollarinn er saklaus – en mér er mikið í mun að rekja áhrifin af hollustu minni. Í raun segi ég ríkinu hljóðlega stríð á hendur, á minn hátt, þótt ég ætli samt að hafa af því öll gögn og gæði, eins og venja er í slíkum tilfellum. [10] Ef aðrir greiða þann skatt sem lagður var á mig, af samúð með TMM_2_2009.indd 44 5/26/09 10:53:24 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.