Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Qupperneq 45

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Qupperneq 45
B o r g a r a l e g ó h l ý ð n i TMM 2009 · 2 45 ríkinu, þá endurtaka þeir aðeins það sem þeir hafa þegar gert fyrir sig sjálfa, eða öllu heldur að þeir veita óréttlætinu meiri stuðning en ríkið krefst. Ef þeir greiða skattinn vegna misskilinna hagsmuna þess sem átti að borga, til þess að bjarga eignum hans eða koma í veg fyrir að hann lendi í fangelsi, er það vegna þess að þeir hafa ekki íhugað gaumgæfilega hversu mjög þeir láta tilfinningar sínar grípa inn í hagsmuni almenn- ings. [11] Þetta er sem sé afstaða mín núna. En menn geta aldrei verið nógu varkárir í svona málum svo þrjóska eða óverðskulduð virðing fyrir skoðunum annarra afvegaleiði þá ekki. Hver maður verður að gæta þess að gera aðeins það sem hæfir honum sjálfum og hverri stund. [12] Stundum hugsa ég með sjálfum mér: Já, en þetta fólk meinar vel, þetta eru aðeins fávísir menn, þeir gerðu betur ef þeir kynnu það: hvers vegna að koma nágrönnum sínum í þann vanda að umgangast mann öðruvísi en þeim er lagið? En þá hugsa ég: Þetta er ekki nægileg ástæða til þess að ég hegði mér eins og þeir gera eða leiði aðrar og miklu meiri þjáningar yfir annað fólk. Ennfremur segi ég stundum við sjálfan mig: Þegar milljónir manna, æsingalaust og án þess að bera til manns nokk- urn kala, án nokkurra minnstu persónulegra tilfinninga, heimta af manni örfáa skildinga, án þess að geta, því þannig er stjórnskipun þeirra, á nokkurn hátt dregið til baka eða breytt núverandi kröfu og án þess að maður geti, af eigin hálfu, skotið máli sínu til einhverra annarra milljóna, hvers vegna þá að gera sig svona gersamlega berskjaldaðan fyrir blindum öflum? Mapur veitir ekki jafn harkalegt viðnám gegn kulda og hungri, vatni og vindum, maður lætur orðalaust undan þús- undum svipaðra nauðsynja. Maður ber ekki höfðinu við stein. En ein- mitt vegna þess að ég lít ekki á þetta sem algjörlega blind öfl, heldur að nokkru mannleg öfl, tel ég mig eiga ákveðin tengsl við þessar milljónir, eins og svo margar aðrar milljónir manna, en ekki aðeins blinda og líf- vana hluti, einmitt þess vegna tel ég að höfða megi til þeirra, fyrst og fremst að þeir eigi þetta við skaparann, og í öðru lagi að þeir eigi það við sig sjálfa. En ef ég ber höfðinu vísvitandi við stein, er ekki hægt að höfða til steinsins eða skapara steinsins, og þá ég get aðeins sjálfum mér um kennt. Ef ég gæti sannfært sjálfan mig um að ég hefði einhverja ástæðu til að vera ánægður með fólk eins og það er og ætti því að koma fram við það í samræmi við það, og ekki að einhverju leyti í samræmi við kröfur og vonir um hvernig það og ég ættum að vera, þá ætti ég eins og góður múslimi og forlagatrúarmaður að leitast við að sætta mig við ástandið eins og það er og segja að þetta sé guðs vilji. En fyrst og fremst er sá munur á því að veita viðnám gegn þessu og alblindum öflum eða nátt- TMM_2_2009.indd 45 5/26/09 10:53:24 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.