Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 48
H e n r y D av i d Th o r e a u 48 TMM 2009 · 2 eða tjörn gyrða lendar sínar37 enn einu sinni og halda áfram pílagríms- ferð sinni til upptaka hans. [18] Enginn lögspekingur hefur komið fram á sjónarsviðið í Banda- ríkjunum. Þeir eru fáir í heimssögunni. Til eru ræðusnillingar, stjórn- málamenn og mælskir menn svo þúsundum skiptir, en sá ræðumaður hefur enn ekki opnað munn sinn sem fær er um að ráða til lykta torveld- ustu vandamálum samtímans. Við hrífumst af mælskunni hennar sjálfrar vegna en ekki vegna þess sannleika sem hún hefur fram að færa eða þeirra hetjudáða sem hún kann að hvetja til. Löggjafar okkar hafa ekki enn skilið hversu ólík verðmæti frjáls verslun og frelsi, ríkisheild og ráðvendi eru þjóðinni. Þeir hafa enga snilli eða hæfileika til að leysa til- tölulega hversdagsleg vandamál á borð við skattlagningu, viðskipti, framleiðslufyrirtæki og landbúnað. Ef við hefðum ekki aðra handleiðslu en veraldarvisku löggjafanna á Bandaríkjaþingi, án þess að hagkvæm reynsla og áhrifaríkar umkvartanir þjóðarinnar breyttu þar nokkru, héldu Bandaríkin ekki lengi stöðu sinni meðal þjóða heimsins. Átján hundruð ár eru liðinfrá því að Nýja testamentið var ritað og ég hef ef til vill ekki rétt til að hafa orð á því, en samt: Hvar er sá löggjafi sem hefur næga visku og hagkvæma sýn til að hann geti nýtt sér það ljós sem það varpar á lögspekina? [19] Vald ríkisstjórnarinnar, jafnvel það sem ég undirgengst fúslega – því ég mun glaður hlýða þeim sem vita og gera betur en ég, og á mörg- um sviðum sem hvorki vita né gera jafn vel – er samt ekki óskert, eða svo alls réttlætis sé gætt, þá verður það að hljóta staðfestingu og njóta samþykkis þeirra sem stjórnað er. Stjórnin hefur ekki óskertan rétt yfir persónu minni eða eignum nema því aðeins að ég samþykki það. Þróun- in frá einveldi til takmarkaðs konungsvalds, frá takmörkuðu konungs- valdi til lýðræðis er þróun í átt til raunverulegrar virðingar fyrir ein- staklingnum. Jafnvel kínverski heimspekingurinn38 var nógu vitur til líta á einstaklinginn sem undirstöðu keisaraveldisins. Er lýðræðisstjórn eins og við þekkjum hana síðustu mögulegu umbæturnar sem hægt er að gera á stjórnarfari? Er ekki hægt að ganga skrefi nær því að viður- kenna og skipuleggja réttindi manna? Það verður aldrei til raunverulega frjálst og upplýst ríki fyrr en ríkisvaldið viðurkennir einstaklinginn sem æðra vald og sjálfstætt, þaðan sem allt vald þess og áhrif eiga upptök sín og umgengst hann í samræmi við það. Ég gleðst við að ímynda mér ríki sem hefur að minnsta kosti efni á að vera réttlátt við alla menn og koma fram við einstaklinginn af virðingu sem nágranna, sem teldi það jafnvel ekki til ama ef nokkrir þeirra drægju sig í hlé frá því, skiptu sér ekki af því, tækju ekki þátt í því en uppfylltu skyldur sínar sem nágrannar og TMM_2_2009.indd 48 5/26/09 10:53:24 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.