Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 54
G u n n a r K a r l s s o n 54 TMM 2009 · 2 Ekki var bókin fyrr komin út en í Morgunblaðinu hófst heiftarleg deila sem snerist öll um uppkastið. Fyrst skrifaði Sigurður A. Magnússon ritdóm um bókina í Morgunblaðið, tók fyrirvaralaust undir sjónarmið Kristjáns og hnykkti á um andstæðinga Hannesar af sinni rómuðu orðkynngi:4 Sagan af fyrra ráðherraferli Hannesar Hafsteins fram að kosningaósigrinum 1908, eins og Kristján Albertsson segir hana, er alls ekki ósvipuð spennandi reyfara – ekki sízt að því leyti sem forsjónin eða kringumstæðurnar hafa lagt upp í hendurnar á höfundinum „dramatis personæ“ sem hæfa hlutverkum reyf- arans út í æsar: Annars vegar hetjan, sem er göfugmenni og snillingur og vinnur hjarta lesandans (Hannes Hafstein). Kringum hann mislit hirð mætra manna (Jón Ólafsson, Lárus H. Bjarnason, Klemens Jónsson, Matthías Jochumsson, Jón Þorláksson, Jón Magnússon, Þorsteinn Gíslason – og undir lokin Jón Jensson, Guðmundur Hannesson, Einar Arnórsson, Jóhannes Jóhannesson, Stefán Stef- ánsson o.fl.). Hins vegar ábyrgðarlausir ævintýramenn og samvizkulausir lodd- arar (Valtýr Guðmundsson5 og Björn Jónsson). Kringum þá hópur af trúðum og trumbuslögurum (Einar Kvaran, Bjarni frá Vogi, Gísli Sveinsson, Einar Benediktsson, Ari Arnalds, Sigurður Guðmundsson, Guðmundur Finnbogason, Guðmundur Kamban, Jón Þorkelsson o.fl.). Milli þessara meginfylkinga standa svo tækifærissinnarnir, bakferlismennirnir, spákaupmennirnir sem gera sér pólitískan mat úr hverju sem að höndum ber (Skúli Thoroddsen, Hannes Þor- steinsson o.fl.). Það virðist nærtækast nú að lesa þetta sem íróníu um dómgirni Krist- jáns, og þann lestur staðfesti Sigurður í svargrein í Morgunblaðinu 9. janúar. Hann endurtekur þar innganginn að einkunnagjöf sinni, sem er birtur hér á undan, og segir: „Þessi orð hefðu átt að taka af öll tvímæli um það, að ég gerði hina illræmdu flokkun í hálfkæringi og studdist eingöngu við bók Kristjáns Albertssonar.“ Samt reynist Sigurður standa með Hannesi og Kristjáni í deilunni. Hann segir þannig að í ósigri upp- kastsins „hafi hvorki ráðið úrslitum raunsætt mat á aðstæðum og að- stöðu þjóðarinnar né róleg yfirvegun, heldur það feiknarlega moldviðri áróðurs og beinna lyga sem þyrlað var yfir landslýðinn.“6 Og þeir sem þótti vegið að ættingjum sínum í ritdómi Sigurðar tóku orð hans sannarlega ekki sem grín. Næsta framlag til umræðunnar, grein eftir Níels Dungal prófessor, 29. desember, var raunar samfelldur dýrðaróður um Hannes Hafstein, uppkastið og bók Kristjáns og gat vel verið skrifað áður en dómur Sigurðar birtist.7 En sama dag kom í blaðinu grein Sveins Benediktssonar sem tók til varna fyrir andstæðinga uppkastsins. Meðal annars birti hann í heild flokkun Sigurðar A. Magn- ússonar, þá sem vitnað er til hér á undan, og spurði höfundinn hvers TMM_2_2009.indd 54 5/26/09 10:53:24 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.