Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Qupperneq 56

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Qupperneq 56
G u n n a r K a r l s s o n 56 TMM 2009 · 2 stutt fréttaviðtal við Kristján Albertsson þar sem hann brást stuttlega við gagnrýni.13 Fimmtudaginn í vikunni á eftir birtist eftir Ásgeir Þor- steinsson stutt athugasemd við ummæli um málið í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins.14 Sama dag birtist grein eftir séra Pétur Magnússon sem einkum deilir á Sigurð A. Magnússon fyrir að ýkja og afbaka hlut- drægni sem væri vissulega til staðar í bók Kristjáns Albertssonar.15 Eitthvað mun vanta í þessa upptalningu á framlögum til skammdegis- umræðunnar veturinn 1963–64. Í grein sinni 5. janúar drap Ásgeir Þor- steinsson á eitthvað sem hefði verið sagt um málið í Tímanum. Í frétta- viðtalinu sagði Kristján Albertsson að eitthvað hefði verið skrifað um málið í skjóli nafnleyndar. Ég hef heldur ekki flett Morgunblaðinu leng- ur en fram yfir almennan umræðufund sem Stúdentafélag Reykjavíkur efndi til um efnið í gamla Kvennaskólahúsinu við Austurvöll, sem þá var kallað Sjálfstæðishúsið en heitir nú Nasa. Framsögumenn voru Sigurður A. Magnússon og Guðmundur Gíslason Hagalín en síðan voru frjálsar umræður. Samkvæmt endursögn Morgunblaðsins voru framsögumenn málefnalegir og ræddu kosti og galla uppkastsins fremur en ritdóm Sig- urðar. Í umræðum veittust tveir synir Benedikts Sveinssonar að Sigurði, Pétur og Sveinn. Meðal annars sagði Pétur að um hann ætti við latneskt orðtak: Timeo homines unius libri: ég óttast menn sem hafa aðeins lesið eina bók. Fundurinn stóð til klukkan að ganga tvö um nóttina, segir í blaðinu.16 Ekki man ég eftir að mér hafi þótt þessi fundur neitt óþægilega lang- ur og sat hann þó örugglega á enda. Samt fannst okkur þetta allt svolít- ið fáránlegt sem vorum sæmilega ung þegar það gerðist og þótti það lýsa meiri háttar langrækni að geta æst sig upp út af uppkastinu eftir meira en hálfa öld. En nú á nýliðnum vetri, nálægt aldarafmæli uppkastsins, kom í ljós að það er enn engan veginn útrætt. Í fyrra gaf Ármann Jak- obsson út skáldsöguna Vonarstræti þar sem sagt er frá dvöl hjónanna Skúla og Theodóru Thoroddsen, langafa hans og langömmu, í Kaup- mannahöfn á vormánuðum 1908. Þá sat Skúli í samninganefnd Dana og Íslendinga um sambandsmál landanna og ákvað aleinn nefndarmanna að snúast gegn því uppkasti að samningi sem nefndin kom sér saman um, þar á meðal tveir flokksfélagar Skúla.17 Í febrúar í ár kom svo út hefti af Tímariti Máls og menningar með útvarpsdagskrá Vilmundar Gylfasonar, sagnfræðings og alþingismanns, þar sem hann rekur sögu málamiðlana í íslenskum sjálfstæðisstjórnmálum síðan á 19. öld, og þar er baráttan um uppkastið að sjálfsögðu miðlæg.18 Texti Vilmundar er að vísu orðinn næstum þrítugur að aldri en hefur engu að síður þótt eiga erindi við samtímafólk nú, 101 ári eftir að átökin risu um uppkastið. TMM_2_2009.indd 56 5/26/09 10:53:25 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.