Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 63
U p p k a s t i ð 101 á r i s í ð a r TMM 2009 · 2 63 Því verður ekki neitað að mjög verulega miðaði áleiðis að formlegu íslensku sjálfstæði milli 1908 og 1918. Engu að síður held ég að það sé rétt hjá Vilmundi Gylfasyni að and- staða margra gegn uppkastinu 1908 hafi sprottið af öðru en göllum þess, af andúð á Hannesi Hafstein ráðherra, gremju yfir sigri Heimastjórnar- manna þegar þeir fengu sinn mann í ráðherrasess 1904, jafnvel öfund yfir velgengni Hannesar í ráðuneytinu á velmegunarárunum framan af ráðherraferli hans. Í stjórnmálalífi Íslendinga á þessum árum var ein- hver einkennileg heift sem myndar óskiljanlega andstæðu við þá hlýju, bjartsýnu og velviljuðu þjóðrækni sem líka fyllti hugi manna. Frá sjónar miði okkar eftir á lítur út eins og það hefði breytt afskaplega litlu hvort uppkastið var samþykkt eða fellt. Auðvitað höfum við forréttindi eftirhyggjunnar; við vitum að íslenskt samfélag átti eftir að taka sín stærstu skref til nývæðingar með vélvæðingu fiskveiðiflotans á alnæstu árum og fyrri heimsstyrjöldin gerbreytti í bili valdakerfi Evrópu og afstöðu Dana til sjálfsákvörðunarréttar þjóðernisminnihluta. Samt finnst mér nánast jafn erfitt að skilja að fylgismenn uppkastsins hafi þóst koma til landsins með mikinn frelsisboða vorið 1908 og að and- stæðingar þess hafi séð í því bráðan váboða. Uppkastið hafði hreinlega lítið pólitískt innihald; það hefði á hvorugan veginn breytt miklu um stöðu samfélagsins í Danaveldi. Staða þess í Íslandssögunni og táknrænt gildi er í hrópandi misræmi við efnislegt gildi þess. En auðvitað þarf táknrænt gildi síður en svo að vera lítið eða ómerkilegt. Ástæða þess að uppkastið virðist svo lítilvægt nú og jafnframt að and- stæðingar þess fundu svo góðan höggstað á því er líklega einna helst sú að Íslendingar bjuggu við mjög bærilegt fyrirkomulag á sambandinu við Danmörku 1908. Stöðulögin frá 1871 voru stutt og ónákvæm og rúm- uðu mikla sjálfstjórn Íslendinga. Einu sinni fyrir mörgum árum varpaði ég þeirri spurningu fram í hópi stúdenta í sagnfræði hver væri stærsti áfanginn á leið Íslendinga til sjálfstæðis. Ein stúlkan svaraði: stöðulögin, og það þótti mér gott svar. Stöðulögunum til viðbótar höfðu Íslendingar svo nýlega fengið heimastjórn og þingræði og voru rétt að byrja að nýta sér það að hafa innlent ráðherravald sem beitti sér fyrir nýjungum eins og símasambandi við útlönd og almennri fræðsluskyldu barna og varð vegna flokks síns að leitast við að gera kjósendum til geðs. Ef stöðulögin voru ekki stærsti áfanginn á leið til sjálfstæðis var það örugglega heima- stjórnin. Af þessum ástæðum hittir Ármann Jakobsson naglann á höfuðið þegar hann leggur Theodóru í munn það sem er tilfært hér á undan: „Hins vegar er heimastjórnin staðreynd og okkur liggur ekkert á þess- TMM_2_2009.indd 63 5/26/09 10:53:25 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.