Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Qupperneq 65

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Qupperneq 65
U p p k a s t i ð 101 á r i s í ð a r TMM 2009 · 2 65 Íslendingar gengju í Evrópusambandið þegar það hét Efnahagsbandalag Evrópu þótt það kostaði að fórna þjóðríkinu að einhverju leyti. Að vísu er ekki nauðsynlegt að skilja Vilmund þannig að hann telji ævinlega rétt að miðla málum í deilum. Kannski vildi hann bara segja að Íslendingar hefðu löngum verið of gjarnir á að standa of fast á sínu í samningum. Undir þá skoðun hefði Henry Kissinger utanríkisráðherra Bandaríkjanna tekið eftir að hafa kynnst fiskveiðideilu Breta og Íslend- inga árið 1973:41 „I sat there in wonderment. Here was an island with a population of 200,000 threatening to go to war with a world power of 50 million over codfish, and here was a superpower that considered it necessary (a) to express a view and (b) to restrain not the stronger but the weaker.“ Vel kann að vera að Íslendingum hætti til þess vegna fjar- lægðar sinnar frá stórum þjóðum að sýnast þeir vera margfalt stærri en þeir eru í samanburði við aðra. Ætli við sjáum ekki öll heiminn að ein- hverju leyti í perspektífi? Svo má aftur ræða hvort það sé gott eða illt að vera búinn þessari tilhneigingu. Við Íslendingar höfum unnið öll okkar stríð – en kannski gjöldum við þess líka að einhverju leyti í áliti annarra þjóða sem finnst við koma fram eins og heimtufrekur krakki eða geltinn smárakki. Í langvarandi samningaferli eins og þjóðríkismyndun Íslendinga getur engin ein regla gilt um það hvort rétt sé að miðla málum eða standa fast á sínu, víkja eða eigi víkja. Á þjóðfundinum 1851 kusu ís- lenskir þjóðfrelsissinnar að víkja ekki og einveldi konungs hélt áfram í rúma tvo áratugi. En einmitt við það fengu Íslendingar prýðilegt elds- neyti til að kynda bál þjóðernis hyggju næstu áratugi. Gremjan yfir lokum þjóðfundarins knúði þá til að halda áfram að þrefa um málið uns Danir færðu þeim stöðulög árið 1871. Þegar kom að því að útfæra þá sjálfstjórn Íslendinga sem stöðulögin gerðu ráð fyrir voru íslenskir alþingismenn í miklum reiðiham vegna þess að lögin höfðu verið oktrojeruð upp á þá, eins og þá var stundum sagt. Því samþykkti þingið árið 1873 stjórnarskrárfrumvarp sem mælti fyrir um nánast algert sjálfstæði Íslendinga, íslenskt löggjafarþing, land- stjórn á Íslandi með jarli og ráðherrum. En af því að allir vissu að því yrði hafnað umsvifalaust í konungsgarði gerði þingið til vara samþykkt þar sem það bað konung að gefa sér stjórnarskrá og hafa hana eins frjáls- lega og hann tímdi. Konungur varð auðvitað við þeirri ósk og gaf Íslend- ingum stjórnarskrá, nokkurn veginn nákvæmlega eins og hann hafði boðið þeim á áratugnum á undan en vissulega stórum frjálslegri en hann hafði boðið á þjóðfundinum.42 Í þetta sinn reyndist sjálfstæðis- sinnuðum Íslendingum vel að gefa eftir. TMM_2_2009.indd 65 5/26/09 10:53:25 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.