Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 74

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 74
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r 74 TMM 2009 · 2 Auðvitað eru gæði þessara bóka mismikil eins og gerist og gengur. Sum verkanna eru hrein formúluframleiðsla en önnur nýta möguleika fantasíunnar á hugvitsamlegan hátt sem jafnvel inniheldur pólitískar víddir. Þegar femínisma óx fiskur um hrygg á sjöunda áratugnum varð fantasían fljótlega ein þeirra greina sem konur nýttu til að fjalla um samfélagið á róttækan og ögrandi hátt. Svava Jakobsdóttir er þekkt íslenskt dæmi en af erlendum höfundum er Le Guin fræg fyrir femínísk- ar fantasíur og vísindaskáldsögur, þrátt fyrir að ekki sjáist mikil fem- ínísk ummerki í fyrstu Earthsea-bókunum.3 Rowling var meðal annars gagnrýnd fyrir skort á femínisma, enda aðalhetjan karlkyns og tilvís- anirnar, eins og fyrr segir, mikið til í kunnar strákafantasíur. Til dæmis hafa kvenhlutverkin þótt neikvæð og þá sérstaklega helsta vinkona Harrys, Hermione, sem er kúristi, besti nemandinn sem réttir alltaf fyrst upp höndina og les stöðugt bækur. En það þýðir ekki að hún sé leiðinleg og óþolandi eins og hefðin segir til um, þvert á móti er Her- mione ein af aðalpersónum sagnanna, bæði dugleg og hugrökk og á stóran þátt í því að bjarga Harry úr alls konar hremmingum. Því þetta er einmitt málið: hvernig unnið er með klisjur og kunnugleg minni. Mikill hluti afþreyingarmenningar er ákaflega hefðbundinn í grunnatriðum, en það er hrein blindni að hafna þessu efni og afskrifa það þar með. Því það er í afkimum þessarar afþreyingarmenningar sem ýmiss konar andspyrna þrífst; á yfirborðinu getur allt virst slétt og fellt, en þegar betur er að gáð er sitthvað rotið í veldi drekanna. Persónurnar í Harry Potter eru vissulega stundum ansi einlitar, en það kemur ekki í veg fyrir að grunnhugsun og boðskapur bókanna er gagnrýni á fordóma og þröngsýni gagnvart því sem öðruvísi er; Rowling deilir jafnt á kyn- þáttamisrétti og smáborgarahátt sem stéttaskiptingu, og þó að kynja- misrétti sé aldrei beinlínis tekið fyrir, þá þarf ekki annað en benda á að í kústakeppnisliði Potters eru þrjár stelpur en í óvinaliðinu engin. I Það er hins vegar óvarlegt að dæma gæði fantasíu eingöngu út frá því hversu pólitísk hún er, enda er það því miður svo að margar (en alls ekki allar!) hinna erlendu femínísku fantasía sem voru ákaflega vinsælar á áttunda og níunda áratugnum eru afskaplega óspennandi bókmennta- verk; þær eru einfaldlega of þvingaðar til að virka sem ögrandi og heillandi fantasíur. Það þarf ekki endilega að setja einhvern boðskap á oddinn því segja má að í grundvallaratriðum sé fantasían í eðli sínu róttækt form, hún brýtur upp hinn hversdagslega veruleika og neyðir TMM_2_2009.indd 74 5/26/09 10:53:26 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.