Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 81

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 81
D r e k a r , d ö m u r o g d æ m a l a u s t ö f r a b r ö g ð TMM 2009 · 2 81 heimur andspænis hinum verulega, hún er ekki eitthvað sem hægt er að flýja í eða frá. Hún er hér, mitt á meðal okkar. Og það er sú hugmynd sem er öflugasta gagnrýnin á raunveruleikann. Segja má að kenning Todorovs um hikið gangi einmitt út á það sama, það að sjá fantasíuna sem hluta af veruleikanum, eitthvað sem ekki er hægt að útskýra, hafna á forsendum hins rökrétta eða fagna á forsendum hins yfirnáttúrulega. Þannig er veruleikinn alltaf á reiki í fantasíunni og gildi góðra fantasía felst í því að teikna upp þennan kvika veruleika og skilja lesandann eftir með hikið. Todorov myndi kannski ekki vera sammála mér í því hvern- ig þetta fer með hans fínu kenningu, en að mínu mati er það þetta sem góðar fantasíur bjóða upp á: að gefa okkur innsýn inn í annan heim, svo að eitt andartak neyðist jafnvel raunsæjasta fólk til að velta fyrir sér möguleikanum á því að kannski sé ekki til raunsæ skýring á öllu, og að einhvers staðar þarna úti, hinum megin við dyrnar, eða bara jafnvel inni á milli bókanna í bókahillunum, sé einhver allt annar veruleiki. Á þenn- an hátt getur fantasían sem slík vel verið ögrandi fyrirbæri, áskorun á hversdaginn og upplifun hans. Segja má að flestar fantasíur virki einmitt í þessu gati veruleikans á einhvern hátt, en þær fantasíur sem gerast í fortíðinni nýta sér augljós- lega tilfinningu lesenda fyrir fyrri tímum þar sem þjóðtrú og goðsagnir léku stærra hlutverk í lífi fólks en þær gera í dag (eða allavega í öðru formi en þær virka í dag – eru raunvísindi nokkuð annað en goðsaga okkar tíma?).9 Þannig má nefna dæmi um sögur eins og Spiderwick sög- urnar eftir Tony DiTerlizzi og Holly Black (2003–2004, þýð. Böðvar Guðmundsson 2005–2006), en þar segir meðal annars frá álfum og öðrum þjóðsagnaverum og, Tröllafell (2004, þýð. Sif Sigmarsdóttir 2005) eftir Katherine Langrish, en þar eru bæði tröll og aðrar (ó)vættir í ann- ars frekar raunsæislegri sögu af munaðarlausum strák. Norræn þjóðsagnavera gegnir mikilvægu hlutverki í hinni dásamlega fallegu og myndauðugu sögu Chris Riddell, Ottólína og gula kisan (2007, þýð. Ásdís Guðnadóttir 2008). Þar segir frá hinni ensku Ottólínu sem er dálítið mikið ein heima því foreldrar hennar eru á stöðugum ferðalög- um um fjarlæg lönd að safna furðulegum munum. En sem betur fer er hún ekki alein, því hjá henni býr herra Normann sem er hárprúð norsk mýrarvera og saman sinna þau rannsóknum á dularfullum málum. Skuggahirðir (2003, þýð. Herdís Hallvarðsdóttir 2006) eftir breska prest- inn G.P. Taylors gerist á átjándu öld á Englandi og segir frá því að prest- ur nokkur hefur gerst handbendi hins illa. Þar er vísað til galdrafársins líkt og í Galdrastelpunni (2000, þýð. Kristín Thorlacius 2006) eftir breska höfundinn Celiu Rees sem gerist á sautjándu öld og lýsir ferð TMM_2_2009.indd 81 5/26/09 10:53:27 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.