Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 90

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 90
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r 90 TMM 2009 · 2 yfirbragð. Lokasenan er þó fantastísk með afbrigðum. Hér verður ekki fjallað um bækur sem virðast vera fantasíur en reynast svo hafa raunsæislegar skýringar – enda hefði Todorov ekki líkað slík vinnubrögð. Af slíkum sögum má nefna Heljarþröm eftir Philip Ardagh, bækur Lemony Snicket, Ríki gullna drekans eftir Isabel Allende, Eltingaleikinn: Leitina að Vermeer, eftir Blue Ballett og Doktor Proktor og prumpuduftið eftir Jo Nesbø, svo örfá dæmi séu tekin. Þessar sögur eru allar vissulega ævintýralegar, en falla þó tæplega undir fantasíuna eins og hún er skilgreind hér. Hins vegar myndu þær hiklaust falla undir fantasíu eins og Kathryn Hume skilgreinir hana, en hún er gagnrýnin á of afmarkandi kenningar Jackson og Todorovs og vill opna hugtakið fantasía mun meira. Samkvæmt Hume getur fantasían verið hvaða frávik sem er frá samþykktum veruleika. Sjá Fantasy and Mimesis: Responses to Reality in Western Literature, New York, Methuen 1984. 12 Bókin kom reyndar út undir öðru nafni árið 2005, þá gefin út af höfundum. En svo varð hún að óvæntum smelli og þá endurútgefin undir nafninu Tunnels. 13 Þetta hugtak er vinsælt hjá heimspekingum. Edmund Burke tengdi það hryllingi á átjándu öld og varð kenning hans að lykilatriði fyrir gotnesku skáldsöguna og hugmyndaheim hennar. Það er síðan Jean-François Lyotard sem tekur hugtakið upp síðla á tuttugustu öld til að lýsa hugmyndaheimi póstmódernismans og þeirri stöðugu miðlun upplifana sem á sér stað í upp- lýsingasamfélaginu. Sjá samantekt á hinu göfgaða í inngangi Nicolas Mirzoeff að The Visual Culture Reader, London, Routledge 1998. 14 Hér er ekki úr vegi að minna á fleiri slík klassísk verk fantastískra barnabókmennta eins og sögur Astrid Lindgren Bróðir minn Ljónshjarta og Elsku Míó minn. Hér mætti einnig nefna þekkta greiningu Brunos Bettelheim á ævintýrum, en þar þjóna ævintýrin ákveðnu skírslu- hlutverki fyrir börn. Sams konar skírsla hefur reyndar einnig verið mikið rædd í tengslum við hrollvekjur, bæði fyrir börn og fullorðna, og er hér enn og aftur að finna dæmi um náin tengsl þessara tveggja bókmenntagreina. 15 Kathryn Hume, Fantasy and Mimesis: Responses to Reality in Western Literature, New York, Methuen 1984. 16 Hér væri hægt að rekja langan lista af dæmum um fantasíuna sem eins konar dæmisögu. Fræg- asta táknsögu-túlkunin er líklegast sú sem speglar síðari heimsstyrjöld í Hringadróttinssögu. 17 Ritstjóri benti á að bók Salmans Rushdie, Jörðin undir fótum hennar, er eins konar fantasía og vissulega hafa nokkur fantastísk verk verið þýdd, eins og Kona tímaflakkarans eftir Audrey Niffenegger og verk Harukis Murakami. Þetta eru hinsvegar bækur sem flokkast frekar undir fantasíu í bókmenntum en fantasíu sem bókmenntagrein og það eru þannig bækur sem ég er að kalla eftir. TMM_2_2009.indd 90 5/26/09 10:53:27 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.