Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Side 102

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Side 102
102 TMM 2009 · 2 Silja Aðalsteinsdóttir Á heljarþröminni Þegar litið er til baka yfir leikárið er eins og leikhúsin hafi fundið á sér það sem framundan var, miklu betur en seðlabankastjórarnir. Furðu mörg verk á liðnum vetri gerast á heljarþröminni sem samfélagið allt hefur hangið á eða fjalla um gerspillingu auðsins. Óskilgreind ógn hvíldi yfir einkennilega fólkinu hans Sigurðar Pálssonar í Utan gátta sem Kristín Jóhannesdóttir stýrði í Kassanum í Þjóðleikhúsinu fyrir jól; Martin McDonagh sýndi okkur fólk sem eiginlega er fallið fram af ystu nöf í Vestrinu eina á Nýja sviði Borgarleikhússins, Jón Páll Eyjólfsson stýrði; loksins var íslenskt samfélag tilbúið til að taka á móti verkum Söruh Kane eins og kom í ljós þegar Leikfélag Reykjavíkur sýndi Rústað á sama Nýja sviði undir stjórn Kristínar Eysteinsdóttur, og þegar þetta er skrifað eru tvær siðspilltar milljarðameyjar á ferli á Reykjavíkursvæð- inu. Önnur er sköpuð af Dürrenmatt og Sigrúnu Eddu Björnsdóttur, hin af Ásdísi Thoroddsen og Þóreyju Sigþórsdóttur. Milljarðamærin snýr aftur er sýnd á stóra sviði Borgarleikhússins undir stjórn Kjartans Ragnarssonar; sú varð vellauðug á því að giftast vel. Ódó á gjaldbuxum sem höfundurinn, Ásdís Thoroddsen, stýrir í Hafnarfjarðarleikhúsinu fláði gamla manninn sem hún hafði unnið hjá frá því hún var fjórtán ára og klæddi sig í húðina af neðri hluta líkama hans, svo nefndar skollabrækur. Síðan stal hún peningi frá fátæku ekkj- unni móður sinni og stakk í punginn og eftir það varð allt sem hún snerti á að gulli. Báðar ávaxta þær fé sitt að einhverju leyti með vopna- viðskiptum, gróðavænlegasta bisniss í bænum. Báðar eiga þær harma að hefna á karlmanni úr efri stétt sem barnaði þær og yfirgaf þær svo, og hefndarhugurinn gerir þær smám saman að skrímslum. Verkin eru að öðru leyti ólík. Hjá Dürrenmatt fylgjumst við með því þegar sú gamla kemur í heimsókn í fæðingarbæ sinn og fáum forsöguna smám saman inn á milli atburða í nútímanum. Ásdís lætur sína konu bjóða okkur til sín og segja okkur sögu sína í löngu eintali. Þær Sigrún TMM_2_2009.indd 102 5/26/09 10:53:28 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.